Hættu aldrei að leita og ögra!

Lífið gengur sinn vana gang í Niðurlöndum.   Ég mæti í skólann, ég fer út að skokka, ég æfi mig, fer í matarboð og lifi rólyndislífi.  Stundum mætti vera aðeins meiri hasar í gangi finnst mér.  Hollendingar eru ekki að stressa sig á hlutunum og taka öllu bara rólega.  Sem er auðvitað mjög gott fyrir mig Íslendinginn að læra. Ég er til dæmis í fríi á fimmtudögum af því að ég fattaði það að ég fékk alla tónlistarsöguna metna en er búin að mæta í alla tímana í vetur og fara í próf og ég veit ekki hvað og hvað.  Samviskan að drepa mig stundum.  

Tónleikarnir á föstudaginn gengu bara vel og var ég nokkuð ánægð með mig.  En það er samt alltaf þetta EN!  Ég hefði viljað njóta mín betur, gleyma mér en það er nú alltaf þannig.  Svo taka núna við þýsk ljóð og er ég að syngja Strauss, sem er æðislegt.  Það er mjög mikið að gerast í röddinni minni þessa dagana og svo ég sé alveg hreinskilin þá er það ekki alltaf gott eða öllu heldur þægilegt, það tekur rosalega á tilfinningalega.  Ég er að losna við spennu sem ég er búin að vera að eiga við í nokkur ár.  Það tekur tíma og verð ég því að vera þolinmóð.  Ekki minn stærsti kostur!  Mér hefur alltaf fundist best að vera hreinskilin og það er mannkostur að koma hreint fram.  Lífið er auðvitað yndislegt en það á ekki að vera auðvelt eins og pabbi segir.  Dagarnir hér eru því misjafnir og sumir eru dans á rósum en aðrir eru þyrnum stráðir.  Auðvitað er það það sem gerir mann sterkari og betri manneskju fyrir vikið.  Ein speki sem mér finnst gott að lesa öðru hvoru er þessi:

 

Hættu aldrei að leita og ögra.

Uppgvötaðu hvað þú vilt gera

og gerðu það vel

 

Megirðu tileinka þér nýja kunnáttu,

ljúktu verki sem þú ert ánægð með,

finna að þú skilur eitthvað þér áður hulið,

uppgvöta eitthvað þér áður óþekkt.

 

Taktu framtíðinni af hugrekki og von,

eldmóði, orku og gleði.

Og úr öllu þessu skapaðu þér líf

sem þess virði er að lifa því. 

Mér líður samt ekkert illa hérna en auðvitað er þetta erfitt.  Það var enginn búinn að segja að þetta væri auðvelt, að búa einn í útlöndum.  Stundum finnst mér eins og allt eigi að vera svo frábært og æðislegt en það er það kannski ekkert.  En ég er forréttinda manneskja, ég veit það.  Það eru forréttindi að fá að stúdera og hvað þá að stúdera tónlist í yndislegu umhverfi með yndislega kennara og góða vini. Í kvöld ætlum við stöllur svo að skella okkur í óperun í A'dam að sjá I Puritani eftir Bellini og verður það yndislegt og ég held ég fái mér bara hvítvínsglas og njóti þess að vera til.  Takk elsku allir fyrir yndislegar kveðjur og það eru auðvitað allir alltaf velkomnir í heimsókn.  Alla daga;)

Knús og kossssssar frá Niðurlöndum

Ykkar Þórunn Vala

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

kossar!

Sólbjörg Björnsdóttir, 27.2.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband