La vita è bella!

Það helsta í fréttu af hrakförum mínum í Hollandi eru að við vinkonurnar skelltum okkur til Frieslands í fríinu um daginn.  Tengdaforeldrar Simone eiga hús og báta þar og var okkur Sól og Caro boðið að koma með.  Fyrsta daginn var smá rigning svo það var ákveðið að fara út á mótorbátnum eða sloop eins og hann er kallaður (veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað).  Það var of mikill vindur til að fara á seglbátnum.  Við komum okkur vel fyrir og fyrsta stopp var lítill bær þar sem við fengum okkur heitt kakó til að ylja okkur.  Þegar við vorum á leiðinn frá þessum bæ þá klesstum við á trérót í botninum og stýrið aftaná eða stélið datt af.  Og viti menn þá kom líka þess helli demba og þvílíkt rok og sátum við föst úti á vatninu í næstum einn og hálfa tíma. Að bíða eftir hafnarstjóranum sem kom og dró okkur í land og það þurfti hvoki meira né minna en tvo báta.  Það sem eftir var af ferðinn ferðuðumst við bara um í bíl og skoðuðum yndisleg þorp. 

Annars voru Mozart tónleikarnir í gær og þeir gengu bara rosalega vel.  Svolítið skrítið að vera svona fjölskyldulaus að syngja á tónleikum en auðvitað hef ég fullt af fólki í kringum mig hérna, ég get sko ekki kvartað!   Svo eru það bara prófin sem taka við núna og er ég að fara í þýsku framburðarpróf á morgun.  Það kemur í ljós hvernig það fer en kennarinn lýsti því nú eiginlega yfir í síðustu viku að enginn myndi ná!  Við sjáum bara til hvernig það fer.

Svo eru bara fimm vikur í heimkomu og hlakka ég ekkert smá mikið til.  Þetta er alveg komið gott í bili.  En auðvitað er ég að skemmta mér konunglega hérna. 

Er flutt til Sólu og Stefáns og er hér í góðuyfirlæti með yndislegum vinum!

La vita è bella!

Þórunn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Þú gleymdir að nefna síðan sólina sem skein síðan svo bjart þegar við komum í land.. alveg eins og himnarnir hafi opnast fyrir okkur og um leið og okkur var bjargað ákváðu veðurguðirnir að halda uppá heimkomu okkar..!! Þetta var bara alveg eins og í bíómynd ;)

Sólbjörg Björnsdóttir, 18.5.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband