Nú er sumar gleðjist gumar gaman er í dag!

Ég er reyndar ekki viss hvernig þessi texti er en það er alveg á hreinu að það er komið sumar í Hollandi eða allavega að mínu mati. Hollensku vinkonur mínar eru ekki sammála en hvað um það.  Dagarnir eru búnir að vera yndislegir, sól og blíða og ég hef ekki undan að liggja í sólbaði.  Það er nú reyndar ekki alveg þannig að ég geri ekkert annað en er búin að vera rosalega dugleg að vinna að undanförnu.  Svo er auðvitað hægt að finna ýmsar leiðir til að læra úti í sólinn þannig að "ground tanið" er komið!!!

Af skólanum er það að frétta að ég náði píanóprófinu mínu.  Ég er ekki mesti snillingurinn á píanó eins og margir vita og gleymi ég ekki athugasemd frá Láru Bryndísi einu sinni "Þórunn mín þú ættir kannski að fara að læra á píanó"  en í umsögninni frá kennaranum sagði að ég væti með góðan rythma og exellent karakter.  Aðal málið er samt bara að ég náði. Svo erum við á fullu að undirbúa Mozart tónleikana sem eru 16. maí og það er þvílíkt gaman í hóptímunum núna.  Mikil gleði að vera að vinna svona flotta tónlist.  Annars er ekkert sérstakt að frétta.  Lífið gengur sinn vanagang og ég er farin að hlakka til að koma heim en ég kem þann 21. júní er meira að segja búin að kaupa miðann.  Við þurfum að fara úr íbúðinn þan 15. maí og flyt ég þá til elsku Sólar og Stefáns en þau eru svo yndisleg að leyfa mér að vera hjá sér í mánuð. 

Í næstu viku er frí í skólanum g ætla ég bara að taka því rólega fyrripart vikunnar en er svo boðið til Freisland um næstu helgi og hlakka ég þvílíkt mikið til.  Það verður yndislegt og ætla ég að taka sundbolinn minn með með því ég er búin að ákveða að það verður gott veður og ég get bara legið á ströndinni í sólbaði! Stundum finnst mér eins og líf mitt hérna sé ekki raunverulegt.  Finnst ég bara vera í endalausu fríi að hafa það gezellig eins og Hollendingarnir segja það en það þýðir að hafa það kósí, notalegt og yndislegt!

Set inn nokkrar myndir síðan Stefanía var í heimsókn hjá mér! 

Þúsund kossar:*  

Ykkar Þórunn Vala

Stefanía  og ég við vindmyllurstesía á hjólinu!

 

 

 

 

 

 

 

í sólbaðiimg_2221.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_2312.jpg

img_2293.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img_2318.jpg

páskar á Jan van Zutphenlaan

 

 

 

 

 

 img_2344.jpg

 

 

img_2352.jpg

 

 

 

 

Auðvitað í sólbaði!!!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

jahá gránd tan er ekki nóg heldur líka gránd píanófærni  týpískt ég að hafa verið að bögga þig fyrir að kunna ekki nóg á píanó, en til hamingju með prófið!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 26.4.2009 kl. 07:53

2 identicon

Ég á aldrei eftir að gleyma þessu Lára mín! hahahaha! En takk fyrir ég er mjög fegin að vera búin með þetta

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 11:28

3 identicon

Til hamingju með prófið sæta! það er líka búið að vera yndislegt veður hérna í Sidcup, manni líður alltaf svo vel í sólinni hafðu það rosa gott í fríinu þínu og gangi þér vel á mozart tónleikunum hlakka til að sjá þig í sumar elsku frænka lov lov

ástarkveðjur Erla

Erla frænka (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband