Engar fréttir, góðar fréttir!

"Good friends are like the stars, You don't always see them but you know they're always there"
 Það helsta sem er í fréttum að ég fékk fyrstu heimsóknina mína núna í vikunni og það var engin önnur en hún elsku besta Jana mín. Plástur á hjartað!  Við skemmtum okkur þvílíkt vel og nutum þess að vera saman, rölta um Utrecht og Amsterdam, skoða í búðarglugga og auðvitað urðum við að heimsækja Van Gogh í A'dam. Það er ómetanlegt að eiga svona vinkonu.  Takk fyrir komuna elsku Jana mín. 
Sólin skín í Hollandi og í dag var í  kringum tuttugu stiga hiti, hrein unun.  Öll söngdeildin ruglaðist og hélt að hóptíminn ætti að vera klukkan ellefu en hann átti víst að vera klukkan tvö.  Svo það var ákveðið að hjóla niðrá Uithof og fara á pönnuköku húsið og dífa tánum í vatnið.  Bara eins og besti sumardagur á Íslandi.  Ég er loksins farin að njóta þess í botn að vera hérna og gerði mér sérstaklega vel grein fyrir því hvað ég er heppin að búa á meginlandinu.  Já lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil....  Svo sannarlega!  
Skólinn gengur bara vel en ég verð nú að viðurkenna það að sólardýrkandi Íslendingurinn á nú svolítið erfitt með að æfa sig í svona góðu veðri!!! Við vorum einmitt að tala um þetta í dag að ef þetta heldur áfram svona þá æfum við okkur ekki neitt fram að vori.  En það er víst þannig hér eins og á Íslandi að veðrið breytist hratt og það getur víst líka verið mjög kalt í apríl!   En er á meðan er.  
Sendi bara sólarkveðjur frá Hollandi!
Kossar 
Þórunn Vala

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló elsku frænka mín !!!    Mikið er gaman að vita hvað þér líður vel í " úttlandinu". Hlakka svo til að sjá þig í sumar  . Gleðilega Páskahátíð elsku Þórunn mín .    Þín Brynja fr.  

Brynja frænka :) (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband