Hvað er að gerast í mínu lífi þessa dagana?

Var að hugsa um að gera bara lista yfir allt sem ég er búin að gera undanfarna daga en ákvað að það væri kannski leiðinlegt.  Ég er búin að eyða dögunum í góðu yfirlæti í Amsterdam, drekkandi kott kaffi, hlusta á tónleika og hitti góða vini.  Við Nonni fórum í dagsferð til Marken og Volendam og ég á eftir að taka alla gesti sem koma þangað þvi þessir bæir eru yndislegir,  litlir og fallegir!

Við stelpurnar hennar Charlotte áttum dag með henni í Purmerend á fimmtudaginn og héldum litla tónleika fyrir vini og vandamenn.  Þetta var alveg frábært. Ég söng allt prógrammið mitt fyrir prófið og núna veit ég nákvæmlega hvað ég þarf að laga og hvað ekki!

Og núna um helgina fór ég í heimsókn til Palla í Nijmegen.  Kominn tími til, ég hálf skammast mín fyrir það hvað ég er búin að vera léleg að fara í heimsókn.  En Gísli og Jonni komu frá Svíþjóð og skoðuðum við Nijmegen á laugardaginn, elduðum pizzu og fórum í bíó.  Svo fórum við til Amsterdam í gær og gerðum allt það mest spennandi fyrir 17 ára og þið getið bara fyllt í eyðurnar...

Það var þvílíkt gaman hjá okkur og enduðum við góðan dag á Hard Rock og fengum okkur ekta hamborgara!  Vonandi koma myndir seinna en Palli og Jonni tóku fullt af skemmtilegum myndum.

Venjuleg kennsla er búin svo núna er bara að bíða eftir prófunum en ég fer í þrjú próf þann 8. og 9. júní og svo er söngprófið 17. júní svo hugsið til mín!

Og svo kem ég heim!!!

Kossar Þórunn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

mikið er ég klöð að kaffið er kott ;)

Sólbjörg Björnsdóttir, 6.6.2009 kl. 14:39

2 identicon

Gott að allt er gott hjá þér. Syngur "Hæ hó jibbí jei og jebbíii jei, það er kominn 17 júní" á prófinu þínu og rúllar þessu upp. Gangi þér vel. Hlakka til að sjá þig í sumar ;)

Kv. Erla.

erla J (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband