Síðustu dagarnir í Hollandi!

Síðustu dagarnir eru búnir að vera yndislegir hérna í Hollandi!  Prófin gengu öll roslega vel og komst ég inn á annað árið.  Söngprófið á fyrsta ári er það mikilvægasta því ef þú nærð því ekki þá máttu ekki halda áfram í skólanum.  Ég er umkringd yndislegu fólki hérna og fór ég um síðustu helgi með Simone og Thomasi til Andwerpen og hef ég nú aldrei upplifað annan eins luxus með sundlaug í garðinum og fleira fínerí.  En það er nú víst ekki það sem telur heldur yndisegu vinir mínir.  Því hvað eru peningar ef þá átt ekki góða fjölskyldu og vini sem styðja þg í gegnum súrt og sætt.  Þessi vetur er búinn að vera mjög lærdómsríkur og held ég að ég hafi þroskast meira á þessu ári en ég hef gert alla mína ævi.  Kannski bara loksins að verða fullorðin ef maður verður það nú einhverntíman!

Síðustu daga er ég búin að eyða miklum tíma í Amsterdam í góðu yfirlæti.  En nú er komið að heimför og get ég ekki beðið eftir að sjá alla og knúsa og kyssa og eiga yndislegar stundir á Íslandinu góða!

Sjáumst sem fyrst!

Ykkar Þórunn


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með frábæran árangur. Þá get ég reynt að plana heimsókn til þín næsta vetur :-)

jei jei jei

Regína (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband