Lífið í Trekt þessa dagana!

Alltaf sama afsökuninn en það er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá mér.  Ég er búin að vera að taka þátt í verkefni hjá honum Ivani vini mínum en hann er í tónsmíðadeildinni.  Við fluttum tvö kórverk eftir hann á tónleikum í gær og er ég mjög fegin að það er búið. Flott stykki, en erfitt að koma saman.  Maður er líka kannski svolítið spilltur í þessum málum enda góðu vanur.  Strengjakvertettsverkefnið er enn í gangi og söng ég í hóptímanum á síðasta föstudag.  Það gekk bara mjög vel og verður spennandi að heyra hvað Lottie segir í söngtímanum á morgun. Þetta verður flutt á tónleikum í næstu viku eða þann 21. feb.

Svo er ég að taka þátt í litlu kantötuverkefni með krökkum úr barrokdeildinni.  Við erum að fara að flytja kafla út kantötu númer 100, 99 og 94, mjög spennandi verkefni. Þannig að það gengur sem sagt bara mjög vel og um nóg að hugsa.  Ég er líka búin að vera ágætlega dugleg að fara á tónleika og gera ýmsa hluti.   Við fjölmenntum í janúar á sýninguna hans Elmars í A'dam og stóð hann sig með prýði, auðvitað, var stjarnana í sýningunni!  Svo bauð Channa mér með sér á tónleika í Concertgebouw á fimmtudaginn. Þar var flutt Requiem eftir Dvorák, yndisleg tónlist og flottir söngvarar og svo ég tala nú ekki um hljómsveitina en hún var hreinn unaður að hlusta á enda sú besta í heiminum í dag (samkvæmt einhverjum lista)  Pabbi hennar spilar í hljómsveitinni og bauð hún mér að koma með sér.  Ég var svo seint á ferðinni þannig að ég ákvað að gista í Jónshúsi, sem var auðvitað yndislegt.  

Það var svo smá "fjölskylduhittingur" á laugardaginn, einnig í Jónshúsi, en litla fjölskyldan í Trekt fór í pönnsur (sem ég bakaði) til A'dam.  Svo eldaði Heiðrún mjög góðan mat og áttum við yndislega kvöldstund saman sem verður sett í minningarbankann.  Takk fyrir yndislegan dag allir.

jahá held bara hreinlega að ég muni ekki meira í bili.  Bara ein setning sem ég hugsa oft um úr Alkemistanum.  

 It is the possibility of having a dream come true that makes life interesting!

Og það er einmitt það sem ég er að gera hérna í Hollandi, að láta drauminn rætast og þá er ekki annað hægt en að vera glöð, kát og ánægð með lífið!!!

Elska ykkur öll kæru vinir!

Ykkar Þórunn Vala 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Daðadóttir

Elsku Þórunn mín, það er alltaf gaman að lesa hvað þú ert að bralla og gangi þér sem allra best áfram!

Þín vinkona, Gunnsa

Gunnhildur Daðadóttir, 11.2.2009 kl. 00:03

2 identicon

gaman að sjá nýtt blogg hjá þér sæta Aldeilis mikið af skemmtilegum atburðum í gangi hjá þér, gangi þér ótrúlega vel dúlla, vonandi sjáumst við svo í páskafríinu veistu hvað þú verður í löngu fríi????

Erla frænka (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

verð að segja að ég var virkilega hamingjusöm þennan dag í amsterdam!! æðislegar pönnsur :D

Sólbjörg Björnsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:24

4 identicon

Gaman að fá nýa færslu frá þér og gott að þú er glöð og hefur nóg fyrir stafni. Frábær tilvitnun úr Alkemistanum. Á líka svona draum eins og þú ert að láta rædast. Mig er enn að dreyma. Hafðu það gott áfram. Vonadi get ég komið að heimsækja þig fljótlega.

Kær kveðja Erla.

Erla J (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband