Bara smá!

Ég hef ákveðið það að halda áfram að vera jákvæð á blogginu mínu!  Það er bara miklu skemmtilegra. Auðvitað á maður misjafna daga en það bara miklu auðveldara að komast í gegnum þá með jákvæðu hugarfari.  Og eins og amma segir  "Þórunn mín farðu bara út og stattu undir ljósastaur og hjúpaðu þig ljósinu. "  Það virkar alltaf! Annars vorum við stöllur að koma úr óperunni, við fórum að sjá Töfraflautuna eftir Mozart.  Ég elska þessa tónlist, það er ekki hægt annað en að vera glaður og ánægður með lífið þegar maður hlustar á svona undurfagra tónlist. Uppsetningin hefði samt mátt vera skemmtilegri og svona ýmsir fleiri vankantar en ég er enginn tónlistargagnrýnandi svo ég ætla bara að sleppa því að gagnrýna þetta.  Aðal málið er að ég fór út úr leikhúsinu með bros á vör og sól í hjarta.  Svo eru Trekrarbúar farnir að setja upp jólaljósin þannig að það er ekki hægt annað en að hlakka til jólanna og að komast heim í snjóinn! (vona bara að hann verði ennþá þegar ég kem heim).  

 Elska ykkur öll!

Ykkar Þórunn pollýanna:* 


Lífið gengur sinn vana gang!

Það er nú ekki hægt að segja annað en: Lífið er dásamlegt!  Það hefur oft verið sagt við mig að ég sé dramatísk og þá sérstaklega hún stóra systir mín!  Minnir mig iðulega á það að ég sé kannski að gera aðeins of mikið úr hlutunum. Það kannski fylgir því að velja sér þetta starf. En ég var sem sagt aðeins að gera of mikið úr þessu "hræðilega" ástandi sem ríkir núna þessa dagana og þá sérstaklega á meðal násmanna erlendis.  Auðvitað er þetta ekki gott ástand og er ég ekkert að gera lítið úr því en það er nú margt verra sem gæti komið fyrir.  En svo ég segi bara eins og er þá er ástandið þannig hjá mér að ég fékk ekki bankareikning hérna í Trekt fyrr en um miðjan október (sótti um 29.ágúst).  Manninum í bankanum fannst það greinilega ekki mikilvægt að ég fengi debetkort.  Ég var búin að bíða í, ég veit ekki hvað, langan tíma þangað til í ég loksins dröslaðist í bankann að athuga málið. Þá kom það í ljós að sá sem afgreiddi mig gleymdi að haka við að ég vildi bankakort!  Hvernig virkar það að vera með reikning en ekkert kort í landi þar sem ekki er hægt að taka út peninga nema í hraðbanka því bankarnir eru ekki með lausafé vegna varúðarráðstafana!  Allavega þegar ég loksins fékk kortið og reikningsnúmerið þá var búið að frysta allar millifærslur frá Íslandi og peningurinn fastur á evrureikningnum mínum.  Ég er núna búin að senda umsókn til Seðlabankans um að fá að millifæra og þá í forgangi leiguna fyrir nóvember og vonandi fæ ég líka pening til að kaupa í matinn! Ég er búin að vera að lifa á vísakortinu og það sem versta er að það rennur út um mánaðamótin og nýja kortið er á Íslandi!  Já þetta er ekki gæfulegt.  En elsku mamma og pabbi eru búin að vera að vinna í þessu fyrir mig og skulum við bara vona að þetta kippist í lag sem fyrst. Ég var sem sagt að missa mig yfir þessu öllu saman við hana systur mína í síðustu viku og hún gerði bara grín að mér!  Ég var farin að sjá fyrir mér að þurfa að flytja út úr íbúðinni og fara heim til Íslands!  En það væri nú svosem ekkert það hræðilegt!  Auðvitað gerist það ekkert ég hef bara samband við leigusalann og útskýri þetta fyrir henni og í versta falli fær maður bara að sofa á sófanum hjá einhverjum góðhjörtuðum en ég hef enga trú á því að til þess komi!  Það er bara íslenski andinn: Þetta bjargast allt saman! 

Annars gengur bara vel í skólanum og er ég farin að finna breytingar sem er mjög gott! Hún Lottie er frábær kennari og viskubrunnur. Það er dásamlegt að fylgjast með henni kenna tónlist er hennar ástríða í lífinu og sést það langar leiðir!  Svo er lífið á Jan Van Zutphenlaan yndislegt,  við Lilja erum orðnar eins og vel smurð vél og farnar að þekkja vel inná hvor aðra.  Auðvitað er það breyting að fara að búa með annarri manneskju en þetta gengur allt saman vonum framar!  Ég var að hjóla heim um daginn og hugsaði allan tíman hvað ég væri heppin að fá tækifæri til að stúdera tónlist í svona fallegri og yndislegri borg hjá svona frábærum kennara og með yndislegu fólki!   

Já lífið er yndislegt...

Túrilú

Þórunn 

p.s sakna samt allra minna bestustu bestu á Íslandi, Champagne, Glasgow, London, Falun og Köben! 


Haust í sveitinni

Fannst vera kominn tími til að að setja inn nokkur orð!  Á reyndar að vera að lesa líffærafræði eða The Structure of Singing! En auðvitað finnur maður sér eitthvað annað að gera.  Þetta er reyndar mjög góð bók, hún er bara svolítið erfið þarfnast mikilla einbeytingar. En þetta væri nú ekkert gaman ef þetta væri allt auðvelt. 

Vetrarfríið var yndislegt en mér fannst þetta reyndar ekki vera neitt frí.  Var mjög dugleg að æfa mig og ákváðum við Lilja að hugsa ekki um matarræðið þessa vikuna og nutum þess að baka og hafa það notalegt.  En hún er algjör snillingur í kökugerðinni.  Heppin ég :)  Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað tíminn er fljótur að líða og núna er ég hálfnuð fram að jólum.  Dásamlegt!  Ég er búin að kaupa flugið heim og kem á afmælisdaginn minn 18. des og fer aftur út 15. jan svo ég fæ að vera heima í tæpan mánuð!  Það verður mikið að gera þangað til svo þetta verður enga stund að líða.  

Laufin er farin að falla af trjánum og sér maður mun á hverjum degi! Mér finnst haustið yndislegt, litadýrðin er svo mögnuð.  Ég ætla að setja inn nokkrar myndir úr vetrarfríinu en við Lilja fórum í hjólatúr um sveitina okkar.

IMG_1686

 

IMG_1688

 Undursamlegir haustlitir!

IMG_1696

IMG_1707

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er yndislega sveitin okkar! Bara í fimm mínútna fjarlægð, dásamlegt!   

Þangað til næst....

Ykkar Þórunn Vala 


Ísland - Holland!

Ég veit vel að það á að vera Holland - Ísland en nú er þjóðernissinninn kominn upp í minni!  Þetta er það magnaðasta sem ég hef upplifað lengi.  Að standa á Feyenoord leikvanginum með hundrað þúsund öðrum. Við litlu Íslendingarnir vorum á besta stað beint fyrir aftan markið alveg niður við völlinn!

En byrjum frá byrjun. Palli kom til Trektar um eitt leitið og við röltum aðeins um borgina. Við ætluðum öll,  ég ,Sól, Stefán Gunni (vinur Sólar), Halli og Heiðrún, að leggja af stað klukkan fjögur.  Við Palli ákváðum svo að skella okkur aðeins fyrr til Rotterdam til að skoða okkur um.  Þegar við komum á Trekt Centraal komumst við að því að það hafði verið lestarslys um morguninn, ekkert alvarlegt en gerði það að verkum að leiðin frá Trekt til R´dam var lokuð.  Þannig að við þurftum að fara frá Utrecht til Den Bosch þaðan til Tilburg og þaðan til Rotterdam.  Þetta ferðalag tók tvo tíma í staðinn fyrir 45 mín venjulega! Við biðum því bara eftir krökkunum og fórum saman.  Við vorum búin að mæla okkur mót við ritara frá ksí, sem var með miðana okkar, á bar rétt hjá leikvangnum.  Þar voru allir íslendingarnir saman komnir og þvilík stemming, spiluð íslensk tónlist á barnum og seldir treflar og fleira skraut!  Palli var nú búinn að ræða þetta við mig í mikilli alvöru að við skyldum nú ekkert vera of áberandi vegna alls og alls. En svo var hann fyrstur manna að kaupa sér trefil.  Skemmtilegt :) Svo þrömmuðum við öll saman á leikinn.  Sem var algjör snilld ( þrátt fyrir tap)  Við sátum á besta stað og fengum þetta algjörlega í æð.  Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur og Hollendingarnir þurftu að hafa fyrir því  að vinna þennan leik (allavega frá mínu sjónarhorni)  Mér fannst Gulli standa sig best, hann bjargaði margoft og var eins og klettur í markinu.  Gaman að sjá gömlu taktana frá Kópavogsvelli! 

Ég skemmti mér konunglega öskraði úr mér röddina og vaknaði hás í morgun!  Veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta fyrir Lottie en það á bara eftir að koma betur í ljós.  Svo var það að komast heim sem tók aðra tvo tíma eða frá R´dam til Gauda og svo frá Gauda með rútu til Trektar, vorum komin þangað um eitt.  Palli ætlaði þá að halda áfram til Nijmegen en það var enginn lest fyrr en klukkan tvö svo hann ákvað að gista hjá frænku.  Strætó var hættur að ganga svo ég reiddi hann heim á hjólinu. Var mjög fengin að hann var með mér þá þurfti ég ekki að hjóla ein heim.  

Svo vöknuðum við morgun og ég bakaði pönnsur og svo hélt hann heim á leið með nesti!  

Takk fyrir æðislega helgi öllsömul!

kisskiss

Tósla 

p.s. Hollendingar voru í bláu fallegu sokkunum og ég hugsaði sérstakleg til ykkkar Öddi og Erna!!!

 

IMG_1601

 Sól fallega!

IMG_1606

 Mikið stuð að dansa við Íslenska tónlist á barnum!

IMG_1611

 

IMG_1639

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1645

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var með tárin í augunum þegar þeir löbbuðu inn á völlinn og áttum við ekki í vandraæðum með að syngja þjóðsönginn með gleði í hjarta!

IMG_1655

 já maður var svona nálægt!  Hér má sjá Gulla í markinu. 

IMG_1653

 Þetta fannst okkur Palla ekki fyndið!  Þega Hollendingar skoruðu tóku Íslendingarnir upp þennan fána sem stendur á " Even if you win, We have your Money, Ice saves the day" Ekki sniðugt í Hollandi núna.

IMG_1671

 

Ekki ónýtt að horfa á rassinn á Van der Sar í 45 mínútur!

 

IMG_1662

 Palli Víkingur!

IMG_1675

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki ánægðar með seinna markið! 

IMG_1681

En glöð og kát frændsystkin að loknum leik! 

 


Vetrarfrí!

Ég er komin í vetrarafrí, dýrð og dásemd.   Er orðin langþreytt og það er ótrúlegt hvað þetta ástand heima hefur lumskt áhrif á mann! Lilja fékk meira að segja athugasemd um það að hún ætti nú ekkert að hafa hátt um það að hún væri Íslendingur! Þetta fór ótrúlega fyrir brjóstið á okkur enda hefur maður allt verið svo stoltur af því að vera Íslendingur og ég ætla sko ekki að hætta því!!!! Það var reyndar smá panikk ástand þegar maður gat ekki tekið út af vísa og heimabankinn frosinn.  Ekki það að ég hafi getað notað hollenska reikninginn minn af því að ég var bara að fá tilkynningu í gær um að kortið væri tilbúið.  Já það er ekki allt fullkomið hérna í niðurlöndum!  Ég semsagt sótti um bankareikning 29.ágúst og er loksins að fá kortið núna en þá er það líka komið og ég er glöð!  Maður gleðst yfir litlu.  Svo er bara að vona að það verði búið að opna fyrir millifærslur eftir helgi.  En nóg um þetta tal.

 Ég fór í söngtíma heim til Lottíar í vikunni.  Hún á heima í A´dam í dásamlega fallegu húsi á þremur hæðum.  Hún er með stúdio á miðhæðinni og gestaíbúð á efstu hæðinni, þar er hún með aðstöðu fyrir nemendur sína sem koma langt að og þurfa að gista.  Hún er ótrúleg þessi kona.  Við Heiðrún fórum saman og áttum dásamlegan dag, við spjölluðum heillengi og ég fékk að prófa víoluna hennar sem er æðisleg, langaði bara að fara að kaupa mér almennilegt hljóðfæri.  Svo fékk ég tvo og hálfan tíma í söngtíma.  Það var svo gaman að vera hjá henni í hennar umhverfi, hún var svo afslöppuð og yndisleg.  Hún kallar okkur dætur Utrecht.  Það er svo gott að eiga mömmu í hverju landi.

Vikan leið hratt sem er mjög fínt fyrir mig! Við Lilja fórum á dásamlega tónleika í gær með Nederlands Kamerkoor sem er einn besti kór sem ég hef heyrt í.  Þau voru að syngja Schütz og var ég með tárin í augunum allan tímann.  Það var hann Hörður minn sem kenndi mér að elska Schütz, þetta er magnað tónskáld og saknaði ég elsku Schola Cantorum mjög mikið í gær.  Fann það hvað ég er háð því að syngja í kór. En þetta var plástur á hjartað í allri hringiðunni.  Svo er Palli að koma til mín og við erum að fara á Holland -Ísland í Rotterdam í dag. Er ekkert smá spennt.  Ég segi bara áfram Ísland!!!!

Þangað til næst.....

Ykkar Tósla  


Bíbb...

Það er nú ástæða fyrir því að ég er ekki búin að blogga lengi. Það er bara búið að vera svo gaman. Elsku mútta mín ég biðst innilega afsökunar á þettu samskiptaleysi.  Það er allt gott að frétta og ég lendi í hverju ævintýrinu á fætur öðru.  

Á föstudaginn fórum við krakkarnir á fyrsta árinu út að borða og það á að reyna að gera þetta reglulega héðan í frá. Við byrjuðum mjög rólega en svo þróaðist kvöldið í þvílíkt partý.  Hollensku stelpurnar sýndu okkur "lokal" pöbbana svo núna er ég með þetta á hreinu, veit hvar er hægt að fá góðan mojito......  

Þeir sem vilja nánari smáatriði verða bara að hringja.  Ég segi bara eins og Halla sagði margoft í Berlín.  Var ég að lenda í þessu!!! 

Ætla að setja inn nokkrar myndir af stemmingunni.  Ein mynd segir meira en þúsund orð.

IMG_1508

 

IMG_1514

 

 

 

 

 

 

 Simone, sól og  Stefán

 

IMG_1517

 Ivan og Marie Claire                                                                            

IMG_1518

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo var okkur íslensku krökkunum boðið í mat til hjónanna Þóru og Vigfúsar í gær.  Þau eru búin að búa hérna í mörg ár og vinna við háskólann og sjúkrahúsið hérna í borginni.  Þau eru yndisleg og fengum við dásamlega nautasteik með bernais og öllu tilheyrandi.  Það var frábært að fá svona heima, mömmu, mat.  Við skemmtum okkur konunglega, hlógum og sungum. Mig langar að þakka þeim sérstaklega fyrir gestrisnina.  Þetta var ómetanlegt kvöld. 

En hápunktur helgarinnar var í dag þegar ég skrapp til hans elsku Palla míns í Nigmegen.  Vaknaði í morgun ansi þreytt og leit út um gluggann, grenjandi rigning og rok bara eins og heima á Íslandi.  En strax og ég hitti Palla á lestastöðinni hætti rigningin að trufla mig. SÓL Í HJARTA, SÓL Í SINNI, SÓL BARA SÓL! Við örkuðum um borgina í allan dag og sá ég helstu staðina, skólann hans, miðbæinn og svo auðvitað yndislega heimilið hans.  Langar að skila því sérstaklega til Brynju frænku að þetta er yndislegt hjá frumburðinum og uppábúið rúm fyrir gesti!  Ætla bara að setja myndirnar inn og þið megið geta í eyðurnar.

Luv ya all!

Ykkar Tósla pósla

IMG_1522

 

 Heima hjá Palla.

IMG_1525

 Í ullarsokkum frá Brynju frænku!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1519

 

IMG_1536

 

 

 

 

 

 

 

 

Fengum okkur heitt kakó í rigningunni (smá jóló) 

IMG_1539

 

IMG_1544

 

 

 

 

 

 

 

 Fallega fólkið og brúin í baksýn! Palli ætlar að róa á árabát til Bärbel því það er svo hart í ári hjá stúdentum í útlöndum! 

 

IMG_1558

 

IMG_1564

 

IMG_1570

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndisleg borg!  Ætla ekki að segja of mikið því það eiga margir eftir að koma í heimsókn, nota bene!  

 

 


Masterklass og tónleikar.

Ég er alltaf að kynnast Hollenska hugsunarhættinum betur og betur.  Þeir eru yndislegir en eru ekkert að skafa utanaf hlutunum og segja það sem þeim finnst.  Vikan er búin að vera mjög góð, engar fréttir góðar fréttir!  Ég fékk mér æfingaherbergi og er núna til í slaginn að fara að æfa mig almennilega.  Það er alveg ómögulegt að fá stofu í skólanum en maður getur fengið herbergi í menningarmiðstöð sem er þar rétt hjá og kostar bara 40 evrur fyrir árið sem er mjög fínt.  Ég er að venjast þessu lífi og þetta er allt að koma, ætla að læra eins mikið og ég get á meðan ég er hérna.

Annars fórum við nokkrar stelpur úr skólanum á masteklass hjá Elly Ameling á föstudagskvöldið.    Hún er dásamleg lítil kona svo elegant og fín en ekki um of. Hún varð sem frægust fyrir túlkun sína á ljóðasöng.  Rosalega flott söngkona og greinilega góður kennari því námskeiði var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Ég hugsaði allan tíman hvað ég er heppin að vera hérna og getað drekkt í mig alla þessa visku frá þessu frábæra og reynda fólki.  

Fyrr um daginn fórum við á fyrirlestur hjá umbosðmanni sem var að fræða unga söngvara um það hvernig þeir eiga að bera sig að eftir nám. Þarna kom hann með góð ráð hvernig maður á að haga sér í áheyrnum og hvað maður á að láta bjóða sér og hvað ekki. Hvar maður á að leita að vinnu og hvað hentar best til að koma sér á framfæri.  Þetta er allt saman í tengslum við alþjóðlega keppni sem er að klárast í dag í borg sem er hérna rétt hjá og heitir Den Bosch.  Þáttakendurnir á námskeiðinu hjá Elly voru allt keppendur í keppninni og mjög flottir söngvarar.  Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Svo í gær skelltum við Sól okkur á tónleika hjá íslenskri / belgískri / hollenskri hljómsveit sem heitir Mógil en aðal söngkonan er Heiða vinkona mín úr Schola Cantorum. Það var dásamlegt að hitta hana og auðvitað að hlusta.  Tónleikarnir voru frábærir, við Sól fórum báðar að gráta í Fuglinn minn svo undur fallegt. Blundar kannski smá heimþrá í manni.  Heiða er algjör perla og vítamínsprauta að hitta hana hérna. 

Við stelpurnar, Lilja og Sól erum svo búnar að hafa stelpuhelgi, yndislegt.  Við horfðum á hinar ýmsu væmnu, rómantísku myndir, hlógum, kjöftuðum og borðuðum á okkur gat.  Þetta er lífið. 

Þangað til næst.....

kisskiss ykkar Þórunn 

 

IMG_1495

 

 

IMG_1500

 

 

 

  

 

 

 

 

Ég og Sól á masteklass!

IMG_1501

 

 Lilja og Marie- Claire vinkona okkar úr skólanum.


Pönnsur

IMG_1445

Enn ein helgin á enda og ég er búin að vera hérna í heilar fjórar vikur. Og hana nú!!!  Finnst ótrúlegt að það sé mánuður síðan ég stóð hágrátandi í andyrinu heima og kvaddi alla. Orri sagði reyndar við okkur Hrafnhildi hva.... það verða komin jól áður en þið vitið af!  Það er alveg satt hjá honum. En af því tilefni bakaði ég fyrstu pönnukökurnar hérna í Trektinni, ég var reyndar líka að baka pönnukökupönnuna til (góð afsökun) og það gekk svona glimmrandi vel. Hef heyrt svo margar horrorsögur um fyrsta bakstur á nýja pönnu þannig að ég var búin að undirbúa mig undir stórslys a la Þórunn.  Ég held að það hafi verið uppskriftin hennar ömmu sem gerði gæfumuninn enda töfrakona þar á ferð!  Við Lilja borðuðum pönnsurnar með rjóma og rabbabarasultu frá múttunni hennar.  ( auðvitað líka upprúllaðar með sykri)  Þvílík himnasæla.  

Ég á nú ekki í vandræðum með að segja skemmtisögur af sjálfri mér í sambandi við ýmsan bakstur og eldamennsku.  Það var einu sinni að ég tók mig til og bakaði Betty, sem margir þekkja.  Ég las á kassann og kallaði á pabba, sem var vant við látinn, nota bene, hvað eru 300gr af vatni margir desilítrar? Það eru 30dl sagði hann og ég byrja að ausa .... þegar ég var komin upp í 15 þá áttaði ég mig á því að þetta yrði kannski svolítið þunn kaka, það áttu víst að vera 3dl af vatni! Flott hjá þér Þórunn. En fall er farar heill og hef ég gert margar gómsætar Betty síðan þá.

Svo er bara ný vika að taka við með tónheyrn, píanótíma, tónlistarsögu, þýsku, masterclass, söngtíma og fleiri ævintýrum.

Hlakka til!  

Þangað til næst

YKkar Tósla

IMG_1451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sætar fyrir utan skólann!

 Set inn nokkrar myndir frá stórfjölskyldunni í Hollandi í matarboði hjá Jóni Þorsteinssyni frá Bala í kjós! Okkur var boðið í dásamlega vetrarsósu eins og maestró kallar hana.  Spaghetti Bolognese.  Hættið nú að snjóa! 

IMG_1452

 

IMG_1465

  

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1462

 

IMG_1452

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1460

 


Eitthvað í fréttum?

Vegna fjölda kvartanna þá hef ég ákveðið að setja inn nýja færslu.  Ég er víst ekki nógu dugleg að blogga!!! Málið er bara það að það er ekkert sérstakt að frétta.  Ég hef ekki gert mig að fífli nýlega og lífið gengur sinn vana gang.  Helgin var róleg og þægileg, við fengum Elmar, Heiðrúnu, Stefán og Sól í mat á laugardaginn og gerði ég hina frægu Mexicó súpu sem margir lesendur hafa fengið að njóta!  Hún var reyndar ekki eins sterk og þegar ég bauð stelpunum í matarklúbbnum Málfríði í mat því þá setti ég eina og hálfa matskeið af cayenne pipar í staðinn fyrir eina og hálfa te skeið!  Smá klúður en þær borðuð samt súpuna með bestu lyst.  Enda miklir sælkerara þar á ferð.  Svo var bara sofið og horft á video, í flottu græjunum hennar Lilju, á sunnudaginn. Svona eiga sunnudagar að vera!  

Nokkrar stemmningmyndir frá Laugardagskvöldinu fyrir áhugasama!

IMG_1389IMG_1417

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1425

 

IMG_1440

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1442

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1439

 

IMG_1438

 

 

 

 

 

 

 

 

Það dregur nú samt til tíðinda því ég fór í mína fyrstu Óperuferð hérna í Hollandi í gær.  Það var reyndar ekki óperan í A'dam en sýning hjá International Reisoper hérna í Utrecht á Madame Butterfly. Eins og margir vita þá finnst mér Puccini yndislegur og þegar hljómsveitin byrjaði þá fór um mig sælutilfinnig, gerði mér grein fyrir því að það er alltof langt síðan ég fór í óperuna.  En sýningin var mjög fín, flottir söngvarar og þá sérstaklega sópraninn.  Núna ætla ég að vera dugleg og drífa mig að stunda menninguna hérna í Utrecht.  

Daglega lífið gengur sinn vanagang og er ég orðin miklu öruggari á hjólinu.  Farin að hjóla með tvo poka á stýrinu.   Veit að mamma fær kast núna enda er hún búin að hringja sérstakleg til að segja mér að vera með hjálm.  Það er ekki smart að vera með hjálm.  Lilja er búin að fá mörg komment varðandi hjálminn enda ENGINN með hjálm hérna.  Það var nú mjög skemmtileg sjón að ganga út úr óperunni og sjá fínu frúrnar setjast upp á hjólin sín í pelsunum og hjóla af stað.  Þetta sæi maður ALRDEI í Reykjavík. Reyndar var ein ekki svo kurteis þegar hún hjólaði framhjá og sagði Lilju að passa sig að detta ekki með hjálminn.  Já maður verður fyrir aðkasti ef maður er með hjálm.  Lilja segir að ég sé barnaleg að láta svona og örugglega fleiri!    

Þangað til næst!

Ykkar Þórunn Vala 


Dótið er komið!

Þá er dótið komið, húrrahúrra!!!  Við þurstum heim úr skólanum til að taka á móti herlegheitunum sem við sendum með samskipum um miðjan ágúst!  Við Sól og Stefán hoppuðum af kæti á bílaplaninu, í rigningu, þegar bíllinn kom. Dásamlegt, bara eins og heima! Ég er aðalega búin að bíða eftir kaffidótinu mínu og að því tilefni héldum við hátíðlegt kaffiboð eftir matinn, Heiðrún kom með þvílíkar kökur með sér, til að fagna þessum áfanga í flutningi okkar til Hollands.    

IMG_1367

Stefán tekur sig vel út innan um terturnar! 

Annars gengur bara vel í skólanum og fullt af skemmtilegum verkefnum. Um að gera að hafa nóg fyrir stafni.  Tíminn líður hratt og enn og aftur kominn föstudagur, ótrúlegt!  Hlakka mikið til að sofa út á morgunn, fara á markaðinn og kaupa mér blóm.  Það þarf lítið til að gleðja mig þessa dagana!   

Bara blóm!

Ykkar Þórunn 

 

IMG_1365

 

 Mikil er ástin á heimilinu!

 

 

 

 

 

 

IMG_1370

 Sól með sólskinsbros að venju!

 

                                              


IMG_1384











 
 
Lilja, Callas og Stefán á góðri stund!
IMG_1363
 
 
Sjáiði Múmín bollann!
 
 
 
IMG_1380
 Heiðrún sæta!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband