Bros- stysta fjarlægð milli tveggja einstaklinga!

 
Maður öðlast styrk, hugrekki
í hvert sinn sem maður
bíður óttanum byrginn.  
Eftir það getur maður sagt:
,,Þessa hörmung lifði ég af.
Þá ræð ég við þá næstu"  
Elenor Roosvelt

 

Þessa sentnigu skrifaði yndisleg kona í kort til mín fyrir nokkrum árum.  Þetta er svo ótrúlega satt, þegar maður tekst á við erfiða hluti og sigrast á þeim þá stendur maður uppi sem sigurvegari.  Undanfarnar vikur hafa ekki verið auðveldar hjá mér.  Leigusalinn kom á miðvikudaginn og hótaði að henda mér út af því að greiðslan hafði ekki borist.  Svo auðvitð allt og allt, en það er komið í lag núna sem betur fer. Ég sat í dag á bókasafninu á Oudegracht, sem er aðal gatan við aðalsíkið í borginni, drakk kaffið mitt og horfði út um gluggann á allt fólkið sem gekk framhjá.  Það var harmonikkuleikari að spila fyrir utan og mér fannst eins og ég væri stödd í bíómyndinni Amelie, sem mér finnst yndisleg.  Þetta var í fyrsta skipti í langan tíma sem ég bara sat og hugsaði hérna líður mér vel!  

Það er mikið að gera í skólanum og fullt af verkefnum en þó aðalega undirbúningur fyrir jólatónleikana, sem eru 12. des,  svo er ég að fara að syngja eina af dömunum þremur úr Töfraflautunni með Simone og Caroline  á opnum degi í skólanum þann 29. nóv.  Nóg að gera að undirbúa það.  Lilja er í undirleikaranámi hérna með söngnum,  hún er með hádegistónleika í desember og er ég að syngja hjá henni eina litla aríu út Messíasi. Ég byrjaði á hollenskunámskeiðinu á vegum skólans í gær og er það alveg fram í apríl, á hverju mánudagskvöldi, þvílíkur lúxus.  Það var mjög gaman og kann ég núna að segja svona helstu aðal atriði.  Ik ben Þórunn, Ik kom uit Ijsland, Ik woon in Utrecht, Ik studeer Musik ...... þessi kúrs er byggður þannig upp að maður geti talað og bjargað sér. Það er ekki lögð mikil áhersla á málfræði en auðvitað fléttast hún inní.  Þetta finnst mér frábært því það er svo mikilvægt að læra málið. Annars hlakka ég bara enn meira til að koma heim og það styttist og styttist.....  

Sendi ykkur öllum sólskinsbros frá mínu dýpstu hjartarótum!  Því það sem sólskinið er blómunum eru brosin mannfólkinu!

Ykkar Þórunn Vala 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Þórunn þú ert svo mikið sólarljós! Ég sendi stórt knús og sólskinsbros til þín og ég hlakka ekkert smá til að sjá þig í desember :*

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 19.11.2008 kl. 06:47

2 identicon

Hæ sæta mín, sórt bros og risa knús right back at you! Gott að heyra að þér er farið að líða betur, njóttu tímans sem eftir er fram að jólum og ég get ekki beðið eftir að fá þig heim :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:33

3 identicon

Þetta er andinn Tósla mín, haltu áfram að vera jákvæð og bjartsýn og þá gerast góðir hlutir. Það segir sig sjálft :D:D

Palli (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

elska thig!!! :)

Sólbjörg Björnsdóttir, 20.11.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband