Þetta er allt að koma!

Það er ekki hægt að segja annað en að litla Þórunn Vala þurfi að hafa fyrir hlutunum!  En eins og hún vitra amma mín Tóta segir þá væri maður verður bara stekari karakter fyrir vikið og við heitum ekki Þórunn fyrir ekki neitt!  Annars er lífð aftur komið í fastar skorður eftir allt saman er reyndar ennþá í stríði við bankakerfið en hver er það nú ekki þessa dagana!!!   Ég er byrjuð að vinna smá í skólanum við hin ýmsu skrifstofustörf og svo er líklegt að ég geti fengið vinnu við þrif í heimahúsum svo þetta er allt að koma.   Ég hef nú borgað söngnámið mitt með þrifum hingað til svo af hverju að hætta því núna.  Ég verð nú samt að viðurkenna það að mér finnst gaman að þrífa svo fær maður að kynnast svo yndislegu lífsreynslu fólki í leiðinni.  

Svo eru það bara blessuð jólin, mér hefur alltaf fundist þau mega vera lengri svo í ár hef ég ákveðið að byrja extra snemma og fá nú nokkur útvöld jólalög að laumast með ...... það er bara krydd í tilveruna maður hætti hvort sem er stax að hlusta þegar jólin loksins koma og ekki nema fimm vikur þangað til ég kem heim! Það er líka allt í jólaskreuti hérna svo maður kemst ekki hjá því að taka þátt!  Ætla að reyna að draga Lilju með mér í IKEA fljótlega til að kaupa kannski eina seríu og sýna Hollendingum hvernig við Íslendingar gerum þetta.  

Annars sendi ég baráttukveðjur heim og þúsund kossa og knús!

Ykkar Þórunn Vala

p.s Þið getið skoðað myndir á síðunni hennar Lilju, á nefnilega ekki lengur myndavél! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna þekkir maður "starfmann mánaðanna", sem aldrei slær nú feilhöggin í þrifum ! Það liði nú yfir þig á gamla vinnustaðnum og ég er viss um að þú tækir eina "Soffíu frænku" á strákagreyin ef þú kæmir þar á bak við fiskabúrið ! Flott hjá þér að grúska í jólalögunum og ekki langt að sækja það, en um að gera að hlusta og syngja með og lengja í Jólahátíðinni og verst að ég geti ekki dregið fram búninginn og komið og bankað uppá ! Ástarkveðjur og hlakka til að sjá þig Tósla !

Binni (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Það er eitt hús komið með jólaseríu hér:) Það er sko um að gera að byrja bara að njóta jólanna þegar manni finnst kominn tími til þess. Kannski ég byrji bara líka að hlust a jólalög fyrr en venjulega. Knús til þín :*

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 11.11.2008 kl. 06:07

3 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

gott að vita að ég er ekki sú eina í bankastríði! var farinn að halda að heimabankinn hefði eitthvað persónulega á móti mér :-P Væri alveg til í IKEA með þér ef þú ert að fara fljótlega.. Mig vantar alveg kerti og það er gjörsamlega vonlaust :-/

Sólbjörg Björnsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband