Komin aftur!

Þá er alvara lífsins hafin enn á ný!  Ég er búin að hafa það yndislegt í faðmi fjölskyldunnar og vina um jólin.  Þetta var einhvern veginn ekki nógu langur tími eða þá að hann var alltof fljótur að líða.  Brjálað að gera í jólaboðum og svo að syngja svona hér og þar mér til ánægju og yndisauka, alveg dásamlegt að hitta alla og enn safnast saman yndislegar minningar sem glitra sem perlur í huga mér.

Það var ótrúlega skrýtin tilfinning að koma "heim" aftur.  Lilja sagði þegar bið lentum velkomin heim og ég sagði þetta er ekki heim en kannski annað heimilið mitt.  Því það verður alltaf eitt heim í mínum huga og það er á Íslandi. Stundum verð ég þreytt á því að vera svona hrikalega tilfinninganæm! Er búin að vera hálf grátandi alla vikuna og bara yfir fegurðinni í kringum mig eða uppúr þurru.  Keyrði niður að Viðey á mánudaginn og sat bara í bílnum og dáðist að fegurðinni með tárin í augunum og tók inn alla orku sem ég gat og ætla að fara aftur á þennan stað þegar ég fæ sem mesta heimþrá.  Ferðalagið gekk vel og hlakka ég bara til að hitta alla á morgun og komast aftur í rútínu.  Markmiði með önninni er að vera glöð og kát og læra eins mikið og ég get og auðvitað að gera mitt besta, get víst ekki gert meira en það.  Ég er búin að fá margar athugasemdir um að ég sé léleg að blogga og það er annað markmið.  Að segja meira hvað ég er að gera í skólanum og auðvitað bara hversdagslífinu sem er nú fábreytt á allan hátt eins og gamla konan sem sagði alltaf fyrirgefðu þegar hún bar eitthvað fram eða færði litla gjöf. Ég ætla að fara á morgun, eftir skóla, og kaupa mér blóm og byrja að rækta kryddjurtir í glugganum mínum. Það vantar sárlega eitthvað grænt í íbúðina því öll blómin dóu því miður í kuldanum um jólin.  Ég hef lært það að það eru þessir hlutir sem fegra lífið.  Bara það að kveikja á kertum þegar við komum heim í dag bjargaði öllu! Þá varð allt heimilislegt aftur og auðvitað yndislega kaffidótið mitt sem ég er búin að sakna mikið yfir jólin því eins og allir vita sem eru tíðir gestir í Foldasmáranum þá er kaffið þar annaðhvort of sterkt eða soðið.  Fyrirgefðu mamma mín en þetta er bara staðreynd! Það verður að gera eitthvað rótækt í málunum og ég veit að Brynja er sammála mér.  Allavega það er alltaf eitthvað til að gleðjast yfir.

Þangað til næst

Ykkar Þórunn Vala  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg! gangi þér vel :-)

gf (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:05

2 identicon

Múahaha þú ert yndisleg elsku dúllan mín, of sterkt eða of soðið;) Mikið er gott að sjá að þú ert komin aftur og farin að blogga, búin að athuga með þig á hverjum degi sæta! Mér líst svo vel á þig að gera heimilislegt og sætt, það er bara eitthvað sem maður þarf að gera - plönturnar, kryddjurtirnar og kertin og svo kaupa sér eitthvað fallegt, trefil, bók eða blað, nýtt krem eða gloss.. eitthvað stelpulegt!

Vertu nú ógisla dugleg stelpuskottið mitt, njóttu þess að vera í skólanum og læra það sem þér finnst skemmtilegast - það er ástæða fyrir veru þinni þarna;)

 ég hringi í þig um helgina, sendi sms áður til að tékka á þér dúlluspaði;)

Lots of love darling

þín Jansí

Jana María (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:09

3 identicon

Oh hvað það var gaman að lesa nýtt blogg frá þér krúsan mín og það var svo gott að hitta þig aðeins heima á Íslandi og núna reynum við að skipuleggja heimsókn mína til Utrecht :-).

Ég fór einmittí Ikea í seinustu viku og keypti ný kerti og svona litla eyju inn í eldhúsið hjá mér og ný sængurföt og það er orðið svo miklu meira kósý. Blóm birta líka alltaf upp heimilið og núna langar mig að fara að rækta kryddjurtir í eldhúsglugganum hjá mér, góð hugmynd! ;-)

Verðum í bandi elskan og hafðu það sem allra best...

knús og kossar

Regína Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:38

4 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Þetta með kaffið hefur kannski eitthvað með það að gera að ég er stundum látin gera kaffi og ég hef sko ekki hundsvit á því þar sem ég drekk ekki kaffi ;) En vona að þú njótir þess að vera í Hollandi og ég er viss um að það er svakalega heimilislegt hjá þér

Knús:*:*:*

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:22

5 identicon

Mér líst vel á þig elsku frænka mín , eins og alltaf  ! Vertu velkomin á söngslóðirna til að læra meira í dag en í gær ! þetta með kaffið   og mömmu þína?! Þú verður svo að taka myndir og sýna , af vexti kryddjurta  í glugganum hjá þér !  Annars knús knús og gangi þér vel , vel , vel og vel  Þórunn mín !!! þín Brynja frænka.

Brynja frænka :) (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:13

6 identicon

Þú ert svo yndisleg:)

Á mínu heimili hafa blóm nánast verið bönnuð en ég hef nýlega fjárfest í tveim. Spurning hvað þau lifa lengi. Svo er ekki enn búið að hengja upp myndi því Bjarna finnst veggirnir svo flottir!!!! Hómer Simpson fékk reyndar strax stað...

Ingunn (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:42

7 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Þú ert rosaleg ;) Passaðu þig bara ef þú ferð út í barneignir, þá fyrst verður maður sentimental

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 19.1.2009 kl. 13:11

8 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Milljón kossar og drífðu þig nú í heimsókn!!!

Luvs :**

Sólbjörg Björnsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:06

9 identicon

Jæja mín kæra dóttir
Á ekkert að fara að blogga???  hlakka til að heyra frá þér
Ástarkveðjur
Mamma

mamma (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:01

10 identicon

jæja, hvernig var þetta með að blogga meira?

gf (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband