26.11.2008 | 17:01
Ef ástin væri...
Ef ástin væri aðeins leyndarmál og lífið væri blóm lítil gleym mér ei, þá væri ég fleygur fugl, þá væri ég fugl. Þessi lína kom upp í huga mér þegar í byrjaði að skrifa, veit ekki ef hverju. Kannski bara af því að mér finnst hún falleg. Ég elska að skrifa niður í bókina mína falleg ljóð og speki og þetta er ein af mínum uppáhalds setningum. Ég er farin að hlakka svo mikið til að koma heim að það kemst fátt annað fyrir í hausnum á mér þessa dagana. Ég er þó mjög dugleg að æfa mig og læra. Var í söngtíma í dag og er alveg orðin rugluð á þessu öllu saman ætli ég endi ekki bara sem bassi með þessu áframhaldi, það gekk mjög vel en hún er enn að reyna að átta sig á því hvaða radd týpa ég er og er alltaf að breyta um skoðun. En í dag sagði hún þú ert mezzosópran og ég er ekki að grínast! Þú verður svo kannski dramatískur sópran eftir tíu ár. En ég skal lofa ykkur að ég get sagt ykkur eitthvað allt annað í næstu viku, bíðiði bara!!! en þetta er mjög spennandi allt saman. Svo var ég eitthvað stressuð að segja henni frá því að ég er að fara að syngja Messías með Schola Cantorum um jólin en henni fannst það frábært sagði bara Þórunn mín það eina sem þú verður að gera er að vera röddinni þinni trú!
Svo er aðventan að ganga í garð og Þakkargjörðahátíðin á morgun og að því tilefni ætla Halli og Heiðrún að bjóða stórfjölskyldunni í Kalkún ekkert smá flott og Lilja gerði jóla ísinn svo þetta verður þvílík veisla. Svo er búið að plana allar helgar fram að heimkomu og eintóm partý, partý, partý og tónleikar þannig að ég er viss um að tíminn á eftir að fljúga áfram (sem betur fer). Annars væri gaman að fá fréttir af ykkur svo endilega kommentið og segið mér hvernig lifið og tilveran gengur hvar sem er í heiminum!
Elska ykkur öllu!
Ykkar Þórunn Vala
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu, allt að snúast við...verið að breyta mér í sópran :)
Þurfum við kannski að endurhugsa tónleikana okkar!
Knús og kram
ps.Oh, hvað ég hlakka til að hlusta á Messías um jólin!ef maður kann að syngja í kór og finnst það gaman...þá á maður bara að gera það
Hildigunnur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:43
Oh ég hlakka líka ótrúlega mikið til að fara heim og hitta og vera saman með fjölskyldunni og vinum. Það er líka mikið að gera á næstu vikum, fernir tónleikar, fullt af æfingum og mikið fjör þannig að tíminn á eftir að líða hratt. Maður verður bara að muna að njóta augnabliksins...
Knús og kremjur,
Regína
Regína (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:29
Hæ sæta.
Nú er ég búin að vera á Íslandi í næstum tvær vikur og fer heim á laugardaginn. Finnst fínt að sjá að lífið heldur áfram þrátt fyrir kreppu og ég hef ekki enn mætt grátandi manneskju út á götu:)
Gangi þér vel!
Ingunn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:25
mezzosópran!! what the fokk!! ;)
híhíhí... bara grín!
sjáumst á thanksgiving í kvöld
knúsur
Sólbjörg Björnsdóttir, 27.11.2008 kl. 14:27
Hehe þú ert nú barasta með lengstu rödd í heimi held ég, getur bara verið sú rödd sem þér sýnist þann daginn, engin furða að kennarinn sé í vandræðum
Sjáumst svo um jólin
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 28.11.2008 kl. 13:48
Velkomin í hópinn ... gæti rætt þessi mál út í hið óendanlega við þig ... eins og þú nú þegar veist Það eru náttúrulega engir tveir einstaklingar með nákvæmlega eins raddir og af hverju ætti þá að vera svo auðvelt að setja okkur í fyrirfram staðlaðar skúffur ? Við sjáum hvað setur í þessu máli öllu saman.
Hlakka til að sjá þig fljótlega sætalína,
Solla raddbastarður
Solla Sam (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:55
talandi um góða strjörnuspá fyrir mig þarna um daginn!!
dejavu
"You are pretty confused about someone's behavior, but that doesn't mean that you can't get along with them just fine. Don't bother trying to figure them out just now, though -- save that for later".
Sólbjörg Björnsdóttir, 30.11.2008 kl. 21:56
Þetta er nú meira raddaruglið, ég hef alltaf haldið því fram að bæði þú og Hildignnur væruð sópranar (svona fyrir utan kórinn). Ég var loksins farin að sætta mig við að syngja 1. sópran í mínum kór (náði bara alveg þarna upp í "rassgatið" þót mér þætti það ekki mjög skemmtilegt) og þá ákveður kórstjórinn að setja mig í ALTINN!?! ég ná ekki rassgat (svo ég haldi nú áfram með "fallega málið") þarna niður og ég fékk meira að segja að syngja 2. alt stundum :/
Ég er líka að fara að syngja Messías, bara hér í Svíþjóð með eisöngvurum úr Guildhall og barrokk hjómsveit og alles... að sjálfsögðu syng ég altröddina þar :Þ
Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:57
Jahérna hér, það eru bara læti þarna í Utrecht! Ég verð nú að taka undir með snillingunum sem hafa kommentað hér - þú ert nú svo megahæfileikarík, engin furða að kennarinn sé ringlaður;) Upplifðu bara núið og sjáðu hvert það tekur þig, þú veist ALDREI hvað bíður þín á næsta götuhorni;)
Ég skil þig svo ofsalega vel með að hlakka til að fara heim, ég tók vonleysiskast í gær af því ég er ekki að koma heim... Kannski af því að mamma var í heimsókn og maður var að átta sig á að maður var að gefa henni jólaknúsinn þarna á flugvellinum í gærkvöldi!!! Þannig að þú skalt fara heim og njóta hverrar mínútu hjá yndislegu fjölskyldunni þinni, það er ekkert betra í öllum heiminum en mamma, pabbi og allir hinir - það elska þig allir útaf lífinu svo að ég er handviss um að jólin verði tóm hamingja;)
Sýningin er loksins farin af stað, við erum búin með tvær forsýningar og fengið mjög góð viðbrögð. Við erum svosum ekkert með mikla ábyrgð þannig að þetta er BARA skemmtun, frábær leikhópur, leikstjórar og tæknilið - algjör snilld. Bætir smá upp fyrir ekkiíslenskujólin;) Arnar kemur eftir 3 vikur svo að ég er bara í góðum málum... Verst að hitta ekki elsku vinkonu sína sem á afmæli 18.desember nk..... en jæja, Mokka í huganum og skype hittingur? ;)
Ehem, þú baðst um fréttabréf og jáh þú fékkst það hehe
Farðu ofsalega vel með þig krúsílús, sakna þín yfir í hið óendanlega! Love you longtime and always - ég er hjá þér í huganum;)
knús knús og koss þín jansí pansí
Jansí jólastelpa (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.