3.11.2008 | 17:34
Elsku bestu vinir mínir!
Mig langar til að þakka öllum fyrir yndislegar kveðjur. Þær ylja mér um hjartarætur og enn og aftur finnur maður hvað maður á marga góða að og yndislega vini! Þvílíkur plástur á hjartað. Ég er öll að skríða saman og augað orðið jafn stórt og hitt og marið farið! Er orðin simmitrísk aftur ..... hahhahaha! Ætla nú ekki að hafa þetta langt í bili en er farin að telja dagana þangað til ég kem heim bara sex helgar og er það ekki neitt! Tíminn á eftir að fljuga áfram og fullt af skemmtilegum verkefnum framundn. Við erum að syngja óratoríur núna og er ég að syngja dúett með mega alt sem heitir Nicky ekkert smá skemmtilegt svo eru allskonar ensambles í gangi úr Eliah eftir Mendelsohn, Requiem eftri Mozart og fleira spennandi! Það er líf þessari deild! Eftir það kemur franskt þema og svo jólin auðvitað. Það er planað að syngja hluta eða allt Cermony of Carols eftir Britten sem hefur verið fastur liður eins og venjulega hjá Graduale Nobili fyrir jólin svo ég missi ekki af því að syngja þetta yndislega verk! En það sem er skemmtilegast við þetta allt saman að það eru allir svo góðir vinir og enginn metingur eða stælar. Það eru allir komnir þarna til að læra og standa saman. Vinkonur okkar Simone, Caroline og Marie eru yndislegar og eru það forrétindi að eignast svona góða vini hérna. Það er allsstaða gott fólk!
Þangað til næst....
Þúsund kossar og risa faðmur til ykkar allra!
Ykkar Þórunn Vala
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku dúllan mín......endalaust knús til þín frá mér!
Luv ya!
Guðrún Árný (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:30
Elsku besta Þórunn mín ... það er agalegt að heyra af þessari lífsreynslu þinni, en gott að þú sért öll að koma til á líkama og sál. Það er sem sagt engin vitleysa þetta sem móðir mín hefur predikað í fjölda ára ... að geyma peninga og slíkt í þunnri tösku innanklæða eða svona mittistösku þegar maður er í útlöndum. Hún gerir þetta alltaf sjálf en mér hefur nú ekki þótt það nógu smart ... svipað og þú með hjálminn góða ! Stundum vita víst þessar mömmur hvað þær eru að segja hmmm.... Annars var nú týpískt fyrir mig að hafa mestar áhyggjur fyrir þína hönd af því að tapa snyrtidótinu !!!! Ekki það að mér finnist þú svona ófrýnileg (kannski þó með annað augað í pung ...?!?) en já, það eru nú engar litlar fjárhæðir í svona snyrtibuddum yfirleitt.
Jæja skvís, það er víst ekkert annað sem dugar en góða skapið og þú átt nóg af því. Greinilega fullt af spennandi verkefnum framundan hjá þér í skólanum. Gaman, gaman ! Bið að heilsa í bili og farðu nú vel með þig.
Kv, Snyrtibuddan
Solla Sam (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:10
Ég ætla að bæta mér í knúshópinn Frábært að heyra að það er mikið að gera í söngnum, gott að hleypa tilfinningunum og útrásinni þar inn þú getur allt!
Lov Erla
Erla frænka (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 02:28
Sæl Þórunn
Langt síðan að við höfum heyrst. Það var alveg voðalega leiðinlegt að heyra að það hafi verið ráðist á þig. Vona að þú sért öll að koma til og gott að sjá að þú ert svona jákvæð eins og þú hefur alltaf verið.
Lilý og Gunnhildur komu í heimsókn til mín um daginn en það vantaði alveg þig. Kannski gætum við allar hist þegar þú kemur heim.
Gangi þér vel í söngnum og láttu þér líða vel og mundu eftir því að slappa af.
Kveðja Unnur Magg
Unnur Magg (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:01
Hæ yndið mitt, ég er ekki búin að skoða síðuna þína í marga daga og var bara að sjá þetta með árásina núna, hræðilegt að heyra krúttið mitt en gott að þú slappst frá þessu nokkuð heil, ég sendi þér risa rafrænt knús. Sorrý að við náðum ekki saman á skypeinu um helgina orri er búin að vera að vinna svo mikið niðrí versló og er alltaf með tölvuna með sér. Við bætum úr því og finnum okkur tíma fljótt ok? Tíminn er líka svo fljótur að líða að þú verður komin heim áður en maður veit af. Haltu áfram að vera hetja og njóttu þín í botn!
Luv, Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:58
Love you sugarcube :o**
Sólbjörg Björnsdóttir, 10.11.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.