Bara smá!

Ætla bara að setja inn stutta færslu núna.  Finnst einhvern veginn eins og enginn lesi þetta hvort sem er.  En vorið er komið í Hollandi, loksins.  Sólin er búin að skína núna alla vikuna og ég er komin í leggings og búin að naglalakka táneglurnar, tilbúin að takast á við sumarið.  Stærsti sigurinn þessa dagana er að ég er farin að hjóla aftur á hverjum degi.  Þvílíkt frelsi.  Já það þýðir víst ekki að gefast upp fyrir því sem hræðir mann.  Það er bara að horfast í augu við hlutina og sigrast á þeim. 

Það er nóg að gera hjá mér.  Ég er komin með fasta vinnu í skólanum og vinn núna 2-5 tíma á dag sem er frábært.  Næsta verkefni er Mozart ensembles og ég er að syngja Vitelliu úr La Clemenza di Tito og Elviru úr Don Giovanni, þvílíkt spennandi.  Svo er ég að syngja á tónleikum á þriðjudaginn, hádegis barrok.  Alveg dásamleg tónlist eftir meistara Bach.  Og svo má ég ekki gleyma því að hún Jana mín er að koma eftir viku eða á laugardaginn og svo kemur Stefanía um páskana og ég er að reyna að pressa á Erlu og Binna að koma líka þá.  Þá verður kátt í höllinni.

Ekki má ég gleyma félagslífinu því það er í blóma og partý á eftir partý.  Set kannski inn myndir sem fyrst en ætla að fara að skoppa út í sólina á bleiku skónum mínum. 

Þangað til næst!

Ykkar Þórunn Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Þórunn Vala mín

Ekki hætta að blogga, ég les þetta alltaf og kíki reglulega svo þú verður að halda áfram, hér er sól núna og er ég búin að vera útí garði að klippa hekkið.  Njóttu vorsins á bleiku skónum þínum hjartans stelpan mín.

Þín mamma

mamma (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hmm... hvenær ætli ég hafi lakkað á mér táneglurnar síðast  öðruvísi vorboðar á þessu heimili!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 22.3.2009 kl. 16:44

3 identicon

Elsku Þórunn mín þú mátt alls ekki hætta að blogga! Mér finnst alltaf svo gaman að lesa bloggin þín.

Frábært að allt gengur svona vel, það er ótrúlegt hvað hlutirnir virka ljósari þegar sólin er farin að skína aðeins meira og lengur og farin að hlýja kroppinn :o)

En hvað ertu að vinna við í skólanum?

Vildi óska að ég hefði efni á því að heimsækja þig!!

Knús,

Regína

Regína Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:58

4 identicon

Ég les þetta ;) tek undir með þeim sem hafa kvittað hér við að þú verður endilega að halda áfram. Æðislegt að vorið sé komið og þú komin á hjólið aftur að viðra lökkuðu negglurnar. Þarf endilega að fara að hljóla eitthvað en þegar maður býr í Hafnarfirði og sækir allt í Reykjavík er hjólið því miður ekki besti kosturinn. Ég held að ég hafi ekki kost á því að heimsækja þig áður en veturinn eða vorið er á enda. Á engann aur og svo stittist í burtfararpróf. En aldrei að segja aldrei ;) Verðum í bandi með þetta.

Kær kveðja Erla.

Erla J (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:00

5 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Ég á æðislega mynd af bleiku skónum ;)

kossar

Sólbjörg Björnsdóttir, 24.3.2009 kl. 20:51

6 identicon

heyrðu ! ekkert svona! ekki hætta að blogga stelpa! segi ég.. haha ömurlegasti bloggari í heimi leiðinlegt að við höfum ekki efni á að heimsækja þig í þetta skiptið en við munum koma fyrr eða seinna ! promiss! við hittumst nú samt í sumar og skoppum í grasinu í sumarbústaðnum Ég heimta mynd af lökkuðu nöglunum og bleiku skónum! hafðu það yndislegt elsku frænka lov lov Erla frænka

Erla frænka! (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 02:36

7 Smámynd: Gunnhildur Daðadóttir

Hæhæ, gaman að sjá nýtt blogg og að allt gengur vel hjá þér skvís!

Gunnhildur Daðadóttir, 30.3.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband