17.2.2009 | 20:04
Hvað skal segja?
Mér finnst ég einhernveginn ekki hafa neitt að segja núna. Dagarnir líða og vonandi fer að koma vor bráðum. Ég keypti risavönd af bleiku túlípönum á markaðinum á föstudaginn og minna þeir mig alltaf á lagið Tulpen uit Amsterdam.
Það gengur bara vel í skólanum og tónleikar á föstudaginn. Þá fæ ég loksins að syngja Schumann sem ég er búin að verað að tala um síðan um ármótin. Verð að viðurkenna að það verður gaman að fara að takast á við nýja hluti í næstu viku. Ég fór aftur til A'dam um síðustu helgi en það var íslenskur tónlistardagur í tónlistaháskólanum þar í borg. Þar voru samankomnir íslenskir nemendur úr evrópu og voru flutt verk eftir Jón Leifs, Huga Guðmunds og Skálholtsmessuna eftir Hróðmar. Dásamleg tónlist. Og svo var auðvitað partý á eftir og leið mér bara eins og ég væri komin í Tónó / mh-partý það var mjög gaman. Okkur Lilju var boðið að gista í A'dam en ákváðum að taka næturlestina heim enda alltaf best að vakna í sínu eigin rúmi. Þetta er nú allt of sumt sem er að gerast í mínu lífi þessa daga. Set inn nokkrar myndir frá heimilishaldinu á Zutphenlaan (suddabæ) og lífinu í Hollandi!
Kisskisssss:*
Hjalti kom í heimsókn og eldaði mjög góða Túnfisksteika.
Matarboð í Jónshúsi.
Í Conservatorium van Amsterdam
Á góðri stund eftir tónleikana, veit ekki alveg hvað Guggý sá.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað þér líður vel :D rosa skemmtilegar myndir, ferðu í e-ð páskafrí? ég og Binni görum í páskáfrí á tímabilinu 15. mars -15. apríl og vorum að velta fyrir okkur að kíkja á þig einhverntíman þá ef það hentar?
Erla frænka (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 17:44
Hæ elsku frænka mín ! Ég bara fann í dag að það vantaði eitthvað
!!!!! Já , já ég hef bara ekkert haft samband við hana Þórunni mína!!!!!!!!!!!
!! love you...... ! Þín frænka Brynja 
Brynja frænka :) (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.