26.1.2009 | 21:57
lífið mitt þessa dagana!
Hvað er gerast í mínu lífi? Eins og ég var búin að lofa þá ætla ég að segja ykkur aðeins hvað er að gerast í mínu lifi þessa stundina. Manni finnst það nú eitthvað svo lítilsvert miðað við öll lætin sem eru að gerast heim, hvað litla Þórunn er að gera í Utrecht. En núna er í búin að vera úti í rúma viku og allt komið í fastar skorður. Það eru reyndar ennþá verkefnavikur í skólanum sem þýðir að það eru engin aukafög kennd, bara söngur. Sem er rosalega fínt fyrir mig. Ég er auðvitað á fullu í söngtímum og var Lottie mjög ánægð með mig eftir fríið, var að hafa smá áhyggjur af því að ég kæmi alltof þreytt út, aftur og dottin í sama gamla farið en sem betur fer var það ekki svo. Ég er að æfa Vitelliu sem er algjör tík (gaman að því) úr La clemenza di Tito, þetta er rosalega stórt hlutverk og spannar mjög stórt raddsvið en þetta er eitt af dramatískustu kvennhlutverkum sem Mozart skrifaði og er ég rosalega glöð að vera að syngja þetta, þvílíkt gaman. Söng hana í hóptíma á föstudaginn og það gekk bara mjög vel. Svo er næsta verkefni Frauenliebe und Liben eftir Schumann með strengjakvartett sem ég líka mjög spennandi. Þannig að það er nóg að gera.
Svo fórum við Lilja, Simone og Carolien til Tilburg á föstudaginn og vorum alla helgina. Mamma hennar Caro bauð okkur að vera hjá sér en hún er gift algjörum milla og vorum við í þvílíku dekri! Það var æði, við fórum í heitapottinn, lágum í saunanu og borðuðum þvílíkt fínan mat og allt sem við gátum í okkur látið! Margar tegundir af víni með matnum, enda auðvitað með vínkjallara og bar! Ég hef aldrei lent í öðru eins. Svo fórum við í Efteling sem er svona svipaður garður og Disney. Mjög skemmtilegur og lét ég mig meira að segja hafa það og fór í rússíbana, alveg satt!!! Þannig að ef systkini mín koma í heimsókn þá ætla ég með þau þangað.
Svo er bara ný vika framundan með æfingum og lærdómi! Ætla svo að fara að koma mér í gírinn að hlaupa eða hreyfa mig eitthvað! Svo við sjáum hvað gerist í þeim málum;)
Knús og kossar í bili:*
Ykkar Þórunn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
jeiii! gaman að heyra (lesa) :-)
gf (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:35
Frábært
... og ef þig vantar hlaupaprógramm til að fara eftir þá gæti ég nú sett eitthvað saman fyrir þig
Kristín Birna (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:15
Kristín það væri frábært;)
Þórunn Vala (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:32
Ekki málið sæta - ég set saman fyrir þig prógramm og sendi þér í gegnum facebook - þú verður svo að láta mig vita hvernig gengur
Kristín Birna (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:12
Vá en frábært!! Gaman að lenda í svona dekri og skemmtilegheitum.
Regína Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:42
hæhæ
Frábært að heyra að helgin hafi verið þér góð :) og ég þarf að fá nánarri útskýringar á þessari rússíbanaferð, enda vil ég vinsamlegast biðja þig að minnast ekki á þetta við pabba gamla þar sem að annars gæti hann komið með næsta flugi bara til að prófa hann og ég vil ekki komast nálægt slíku :D
En annars láttu heyra í þér frænka, ég var að spá jafnvel að kíkja yfir í annan í afmæli hjá Sól ef það verður af því þessa helgina? svo er líka spurning hvort að þú viljir ekki kíkja yfir í Nijmegen heimsókn fljótlega sérstaklega þar sem ég er meira að segja búinn að ryksuga og allt :D
Palli (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.