1.11.2008 | 23:11
Lífsreynsla
Fólki finnst kannski skrýtið að lesa kommentin á síðunni minni núna en þannig er mál með vexti að það var ráðist á mig á síðasta sunnudag. Þetta var mikil lífsreynsla! Ég var búin að eiga yndislegan dag hjá elsku Nonna mínum í A´dam. Við vorum að kjafta og hafa það skemmtilegt og um leið að fara í gegnum hin ýmsu dýrmæti í litla eldhúsinu í Jóns húsi. Ég var svo fegin að vera snemma á ferðinni heim af því að það var leiðindar veður, rigning og mikið myrkur en klukkan bara sex þegar ég lagði af stað frá honum. Ég var svo glöð en eins og flestir vita þá þarf ég að hjóla allnokkra vegalengd heim til mín. Ég átti bara þrjár mínútur eftir þegar ég heyri í vespu (scooter) gefa í á bak við mig. Ég hélt að þessi manneskja væri bara að láta mig vita að hún væri að fara framhjá en þá er rifið í töskuna mína og ég þeytist af hjólinu með miklum látum og missi auðvitað töskuna frá mér. Þeir stoppuðu en þetta voru tveir strákar og annar hljóp í áttina til mín og, saklausa ég, hélt að hann ætlaði að hjálpa mér en nei hann tók töskuna mína og þeir brunuðu í burtu. Ég hljóp á eftir þeim og öskraði auðvitað í þvílíku sjokki. Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég er öll í blóði og það fossaði úr andlitinu á mér. Ég fékk algjört áfall og sá bara fyrir mér að mér myndi blæða út þarna og enginn myndi finna mig en ég var sem betur fer með símann í vasanum og gat hringt í Lilju, ég var svolitla stund að koma því útúr mér hvað hefði gerst hágrátandi út á götu. Þá kom stelpa hjólandi á móti mér og eldri maður út úr húsinu, þau fylgdu mér inn og konan hans þreyf á mér andlitið og þau hringdu á lögregluna. Þau voru yndisleg þetta fólk og stelpan túlkaði allt fyrir mig af því að þau töluðu auðvitað ekki ensku. Svo kom Lilja og ég hringdi í Nonna til að biðja hann um að láta mömmu og pabba vita svo þau gætu lokað kortunum mínum. Sól og Stefán voru þá á leiðinni til okkar líka. Lögreglan kom og þeir fóru með mér á spítalann til að láta líma saman sárið á enninu og svo fórum við á lögreglustöðina til að gera skýrsluna. En ég sem sagt missti öll kortin mín, pening (hef ekki verið pening í veskinu i margar viku, heppnir þeir!), myndavélina, The Stucture of Singing bókina, snyrtidótið mitt og dagbókina og svo var hjólið mitt auðvitað allt beyglað og skælt. Ég var samt svo fegin að þeir réðust ekki meira á mig með hníf eða eitthvað þeim mun verra. Þetta eru bara dauðir hlutir! Á meðan allt þetta var að gerast fór Lilja heim með Stefáni og Sól og hringdi í Daniellu leigusalann okkar til að skipta um lás hjá okkur. En það þurfti að skipta um lása á öllu húsinu sem verður nú ekki ókeypis en ég tek bara á því þegar þar að kemur.
Þessi vika er búin að taka á og margar hugsanir fara í gegnum hugan af hverju fólk gerir svona hluti en þetta er víst algengt hérna en samt ekki algengra en það að þetta atvik mitt kom í blöðunum. Þetta eru víst unglings strákar af erlendu begi brotnu sem stunda þetta og þarf maður að passa hvar maður hefur töskuna sína! Ekki á vinstri öxl og helst undir kápunni. Svo er mjög gott að hafa peningana og kort einhvers staðar annars staðar. Núna er ég reynslunni ríkari og ætla að taka strædó oftar og nota hjólið á daginn og þegar það fer að birta aftur. Ég er öll að skríða saman og hjólaði heim í myrkrinu með Palla frænda í gær. Hann var hjá okkur í nótt og höfðum við það yndislegt saman.
Það er yndislegt fólk í kringum mig og fékk ég alveg dásamlegt kort og gjöf frá krökkunum í skólanum í gær en það var auðvitað hugmyndin hennar elsku Sól minnar. Svo eru bara mikilu fleiri yndislegar manneskjur í heiminum heldur en þessar örfáu hræður sem skemma fyrir hinum og það er mikilvægt að muna það. Fólk er gott og en og aftur lífið er yndislegt!
Ykkar Þórunn Vala
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir mig Tósla mín, þið eruð alveg ferlegar að dekra svona hrikalega við mann, maður fær bara heimsóknarþrá þegar maður kemur heim til sín sem er náttúrulega bara fáránlegt ;D
Annars dáist ég að þér fyrir að sýna kjark með að hjóla heim á föstudaginn með mér (og líka fyrir að umgangast mig með hjálminn hennar Lilju ;P) enda enginn ástæða til að láta aumingja buga sig.
Hlakka til að sjá þig í Nijmegen fljótlega og ég bið að heilsa
Palli (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:36
Úff!
Þetta hefur ekki verið gaman en gott að þú slapst vel og hafðir gott fólk til að hjálpa þér. Hafðu það sem best. Hlakka til að sjá þig :)
Kv. Erla.
Erla J (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:50
Knús til þín frá mér :*
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 2.11.2008 kl. 03:07
Hópknús frá mér, Kollu, Erlu og Stefáni!!
Við erum öll ofurstolt af þér að hjóla heim með Palla og af Lilju fyrir að skrifa úberblogg á heimasíðuna sína!!
Ástarkveðjur til ykkar frá Albertsgötu!!
Sólbjörg Björnsdóttir, 2.11.2008 kl. 10:06
Hey stelpa.... þetta er ekkert smá og mikið skil ég þig vel að vera í sjokki yfir þessu.. Gott að vita af þér í faðmi góðs fólks sem heldur utan um þig í sjokkinu... Hafðu það sem allra best... kveðja frá Þýskalandi.. Ásgeir Páll
Ásgeir Páll Ágústsson, 2.11.2008 kl. 11:59
Elsku þórunn Vala min ! Þú ert sko sómi okkar , enn og aftur og vinir þínir ! Ég er svo glöð að vita að allt sé að komast í eðlilegt horf. Það er fúlt að láta ræna sig töskunni en gleðinni tekst þeim ekki að fanga, frá minni frænku og vinum hennar í Hollandi .Áfram ,áfram að njóta Hollands!!! Ástarkveðjur til þín og allra yndislegu vina þinna og þúsund þakkir fyrir Palla minn !!!! þín Brynja frænka!***
Brynja frænka. (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:12
Elsku Þórunn mín. Þetta hefur án efa verið hræðileg upplifun, jiminn eini. Gott að þú ert ekki alein í einhverju stóru útlandi. Risaknús Halldóra.
Halldóra (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:52
Elsku Þórunn mín, þetta er alveg agalegt og ég veit alveg hvernig þér líður. Þetta er nánast það sama og gerðis fyrir mig í janúar nema ég var aðeins heppnari að ég slasaðist ekki það mikið. Bara stórt sár á sálinni og það tekur tíma fyrir það að gróa, en það grær. Ég sendi þér allar mínar samúðarkveðjur.
Knús og kossar
Regína (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 15:54
Æi þetta er hræðilegt að heyra. Október er greinilega ekki okkar mánuður. Ég var einmitt rænd í mollinu um daginn. Sem hljómar nú bara vel meðað við þína reynslu, úff. En mér fannst nógu hræðilegt að einhver væri með allt dótið mitt. Fyrir utan hvað þetta kostar mann. Í mínu veski voru farsíminn minn, bíllykla, húslyklar, öll kortin mín (þ.a.m dankortið mitt, nemendaskirteinið, sundhedskortið mitt), allar upplýsingar um mig, hvar ég á heima osfr. Dót frá litla manni sem hann hafði fengið í gjöf. Og strætókortið. Ef ég hefði ekki verið með tengdó með mér þá hefði ég ekki komist heim! Svo er þetta að kosta mig alveg slatta af pening, bara það að fá ný kort og svo væri kannski sniðugt að skipta um lás á íbúðinni líka. Ég skil ekki afhverju svona asna þjófar geta ekki skilað því sem þeir geta ekki notað en skiptir fólk miklu máli.
Eins gott fyrir okkur að passa sig, ég er svo saklaus alltaf að mig myndi ekki gruna að fólk færi að ræna mann, hvað þá þegar maður væri hjólandi. Fannst ég einmitt alltaf miklu öruggari þegar ég var að hjóla heim seint á kvöldin í stórborginni Kaupmannahöfn en þegar ég labbaði.
Æi knús bara:) Vona að ég hitti á þig á msn bráðum.
Ingunn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:13
Elsku Þórunn, þetta er hræðilegt að lesa. Eins gott að þú hefur svona marga góða í kringum þig. Sendi knús og góða strauma frá Bellu!!! Þín Hildí
Hildigunnur (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:04
Elsku besta Þórunn Vala, en hvað það er hræðilegt að heyra að þetta hafi komið fyrir þig en æðislegt að sjá hvað þú ert jákvæð og mikill sólargeisli fyrir alla í kringum þig eins og alltaf. Það er líka rosalega gott að vita hvað þú hefur marga góða í kringum þig í útlandinu, það munar sko um það :) Hlakka til að heyra í þér betur á næstunni, Knús og risafaðmlag....þín Gunnsa
Gunnhildur Daðadóttir, 2.11.2008 kl. 23:10
Elsku hjartans Þórunn mín, mikið þótti mér leitt að heyra hvað kom fyrir. Það er leiðinlegt að vita af fólki sem stundar það að særa aðra en það er nú svo einkennilegt með þig elsku Þórunn mín að meira að segja eftir svona áfall tekst þér ekki aðeins að vinna þig á jákvæðan hátt út úr því heldur líka að hughreysta okkur hin og kenna okkur að meta gildi lífsins! Takk fyrir að vera svona yndisleg og gefandi og ég sendi þér koss og knús héðan frá Íslandi. Með góðri kveðju, Lilý.
Arnhildur Lilý Karlsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:46
Knús til þín skvísa - þú ert hetja :-)
Kristín Birna (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 08:31
Ég bætist í knúshópinn Upp með Þórunni Völu, niður með þjófana!
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.