Bara smá!

Ég hef ákveðið það að halda áfram að vera jákvæð á blogginu mínu!  Það er bara miklu skemmtilegra. Auðvitað á maður misjafna daga en það bara miklu auðveldara að komast í gegnum þá með jákvæðu hugarfari.  Og eins og amma segir  "Þórunn mín farðu bara út og stattu undir ljósastaur og hjúpaðu þig ljósinu. "  Það virkar alltaf! Annars vorum við stöllur að koma úr óperunni, við fórum að sjá Töfraflautuna eftir Mozart.  Ég elska þessa tónlist, það er ekki hægt annað en að vera glaður og ánægður með lífið þegar maður hlustar á svona undurfagra tónlist. Uppsetningin hefði samt mátt vera skemmtilegri og svona ýmsir fleiri vankantar en ég er enginn tónlistargagnrýnandi svo ég ætla bara að sleppa því að gagnrýna þetta.  Aðal málið er að ég fór út úr leikhúsinu með bros á vör og sól í hjarta.  Svo eru Trekrarbúar farnir að setja upp jólaljósin þannig að það er ekki hægt annað en að hlakka til jólanna og að komast heim í snjóinn! (vona bara að hann verði ennþá þegar ég kem heim).  

 Elska ykkur öll!

Ykkar Þórunn pollýanna:* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku pollyönnustelpan mín!!!
Er ánægð og stolt með þig einsog alltaf.  Þú hefur staðið þig einsog hetja síðustu daga einsog reyndar alltaf.  Allir biðja rosalega vel að heilsa, knús kreist og klemm.  Ég er farin að finna jólinn nálgast, afmælin eru öll á næsta leyti gaman, gaman.  Skemmtið ykkur vel um helgina turtildúfurnar mínar
Ástarkveðjur
Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Þú ert svo mikill sólargeisli:) Já og Mozart er alveg æði og lífgar upp á daginn líka. Knús frá mér :*

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 31.10.2008 kl. 03:22

3 identicon

That´s the spirit!!!! Pollýanna!

En ég mæli með að þú skrifir í stuttu máli um reynsluna og leiðsögn um hvað á ekki að gera, öðrum til viðvörunar......(helv. bastördin)...... kveðja Sólumamma

Hrefna Harðardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:06

4 identicon

Hæ elsku hjartagullið mitt, ég sendi á þig SMS um daginn veit ekkert hvort þú fékkst það. Ertu með eitthvað númer sem hægt er að hringja í þig, eða hringi ég bara í gemsann, hef ekki kunnað við að hringja þar sem kostnaðurinn lendir þá á þér. Svo væri ég líka alveg til í að fá heimilisfangið þitt. Að lokum takk fyrir skóinn, he was to die for. Þykir vænt um þig.

Knús og mjögmjögmjögmjögmjög stór faðmur, Erna Blö

Erna (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

love you *smakk*

Sólbjörg Björnsdóttir, 1.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband