Lífið gengur sinn vana gang!

Það er nú ekki hægt að segja annað en: Lífið er dásamlegt!  Það hefur oft verið sagt við mig að ég sé dramatísk og þá sérstaklega hún stóra systir mín!  Minnir mig iðulega á það að ég sé kannski að gera aðeins of mikið úr hlutunum. Það kannski fylgir því að velja sér þetta starf. En ég var sem sagt aðeins að gera of mikið úr þessu "hræðilega" ástandi sem ríkir núna þessa dagana og þá sérstaklega á meðal násmanna erlendis.  Auðvitað er þetta ekki gott ástand og er ég ekkert að gera lítið úr því en það er nú margt verra sem gæti komið fyrir.  En svo ég segi bara eins og er þá er ástandið þannig hjá mér að ég fékk ekki bankareikning hérna í Trekt fyrr en um miðjan október (sótti um 29.ágúst).  Manninum í bankanum fannst það greinilega ekki mikilvægt að ég fengi debetkort.  Ég var búin að bíða í, ég veit ekki hvað, langan tíma þangað til í ég loksins dröslaðist í bankann að athuga málið. Þá kom það í ljós að sá sem afgreiddi mig gleymdi að haka við að ég vildi bankakort!  Hvernig virkar það að vera með reikning en ekkert kort í landi þar sem ekki er hægt að taka út peninga nema í hraðbanka því bankarnir eru ekki með lausafé vegna varúðarráðstafana!  Allavega þegar ég loksins fékk kortið og reikningsnúmerið þá var búið að frysta allar millifærslur frá Íslandi og peningurinn fastur á evrureikningnum mínum.  Ég er núna búin að senda umsókn til Seðlabankans um að fá að millifæra og þá í forgangi leiguna fyrir nóvember og vonandi fæ ég líka pening til að kaupa í matinn! Ég er búin að vera að lifa á vísakortinu og það sem versta er að það rennur út um mánaðamótin og nýja kortið er á Íslandi!  Já þetta er ekki gæfulegt.  En elsku mamma og pabbi eru búin að vera að vinna í þessu fyrir mig og skulum við bara vona að þetta kippist í lag sem fyrst. Ég var sem sagt að missa mig yfir þessu öllu saman við hana systur mína í síðustu viku og hún gerði bara grín að mér!  Ég var farin að sjá fyrir mér að þurfa að flytja út úr íbúðinni og fara heim til Íslands!  En það væri nú svosem ekkert það hræðilegt!  Auðvitað gerist það ekkert ég hef bara samband við leigusalann og útskýri þetta fyrir henni og í versta falli fær maður bara að sofa á sófanum hjá einhverjum góðhjörtuðum en ég hef enga trú á því að til þess komi!  Það er bara íslenski andinn: Þetta bjargast allt saman! 

Annars gengur bara vel í skólanum og er ég farin að finna breytingar sem er mjög gott! Hún Lottie er frábær kennari og viskubrunnur. Það er dásamlegt að fylgjast með henni kenna tónlist er hennar ástríða í lífinu og sést það langar leiðir!  Svo er lífið á Jan Van Zutphenlaan yndislegt,  við Lilja erum orðnar eins og vel smurð vél og farnar að þekkja vel inná hvor aðra.  Auðvitað er það breyting að fara að búa með annarri manneskju en þetta gengur allt saman vonum framar!  Ég var að hjóla heim um daginn og hugsaði allan tíman hvað ég væri heppin að fá tækifæri til að stúdera tónlist í svona fallegri og yndislegri borg hjá svona frábærum kennara og með yndislegu fólki!   

Já lífið er yndislegt...

Túrilú

Þórunn 

p.s sakna samt allra minna bestustu bestu á Íslandi, Champagne, Glasgow, London, Falun og Köben! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

hahaha það er eins gott að þú hafir einhvern til að halda þér við jörðina ;) Neinei auðvitað er þetta ekki gott ástand en það er samt er bara um að gera að vera jákvæður og bjartsýnn og hugsa hvað maður hefur það í rauninni gott. Knús og kossar. Sakna þín :*

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 26.10.2008 kl. 03:40

2 identicon

Það eru öfgar í allar áttir. Íslendingar leyfa öllum að opna bankareikning, ekki vandamálið:S En svo eru aðrir sem eru aðeins of passasamir með þetta. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég flutti hingað var hvað maður fær góða þjónustu á Íslandi, Danir hafa ekki hugmynd hvað það orð þýðir!!

Ég reyni líka að vera jákvæð, trúi því að við verðum ekki látin svelta í útlöndum.

Ingunn (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

heyrðu elskan... hvenær ætlið þið að koma í mat og knús til okkar??? sakna þín!! og ég er bara í sama bæ!! :p

Sólbjörg Björnsdóttir, 26.10.2008 kl. 15:57

4 identicon

Hey ég er að koma yfir á föstudaginn þar sem ég er farinn að sakna síkjana hvað segiði um að við gerum e-ð sniðugt :P

Bæði matur og knús eru líka alltaf vel þeginn og ekki verra ef það er á föstudegi.

Palli (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:17

5 identicon

Hjartans kveðjur frá Glasgow, skil þig svo vel með ástandið! Þú ert ótrúleg elsku vinkona, mér hlýnar alltaf við að lesa pistlana þína

Haltu áfram að vera stórkostleg, það er víst okkar aðalstarf ekki satt?

Þúsund kossar þín jansí

jansí maría (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 01:08

6 identicon

já þetta er ömurlegt að verða fyrir annarra manna heimsku!! ég er rosa stolt af þér að vera bara jákvæð, það er líka frábært að hafa fólk í kringum mann sem róar mann niður.. tell me about it hehe.. sakna þín snúlla lov Erla.

Erla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband