Haust í sveitinni

Fannst vera kominn tími til að að setja inn nokkur orð!  Á reyndar að vera að lesa líffærafræði eða The Structure of Singing! En auðvitað finnur maður sér eitthvað annað að gera.  Þetta er reyndar mjög góð bók, hún er bara svolítið erfið þarfnast mikilla einbeytingar. En þetta væri nú ekkert gaman ef þetta væri allt auðvelt. 

Vetrarfríið var yndislegt en mér fannst þetta reyndar ekki vera neitt frí.  Var mjög dugleg að æfa mig og ákváðum við Lilja að hugsa ekki um matarræðið þessa vikuna og nutum þess að baka og hafa það notalegt.  En hún er algjör snillingur í kökugerðinni.  Heppin ég :)  Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað tíminn er fljótur að líða og núna er ég hálfnuð fram að jólum.  Dásamlegt!  Ég er búin að kaupa flugið heim og kem á afmælisdaginn minn 18. des og fer aftur út 15. jan svo ég fæ að vera heima í tæpan mánuð!  Það verður mikið að gera þangað til svo þetta verður enga stund að líða.  

Laufin er farin að falla af trjánum og sér maður mun á hverjum degi! Mér finnst haustið yndislegt, litadýrðin er svo mögnuð.  Ég ætla að setja inn nokkrar myndir úr vetrarfríinu en við Lilja fórum í hjólatúr um sveitina okkar.

IMG_1686

 

IMG_1688

 Undursamlegir haustlitir!

IMG_1696

IMG_1707

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er yndislega sveitin okkar! Bara í fimm mínútna fjarlægð, dásamlegt!   

Þangað til næst....

Ykkar Þórunn Vala 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi bara segja takk fyrir að vera til elsku vinkona! Þetta símtal okkar áðan bjargaði mér svo svakalega, ég held ég hætti svei mér ekki að brosa barasta!

Elska þig dúllan mín, ég er heppnust í heimi að eiga svona frábæra vinkonu;)

Knúskossar frá Glasgow

þín Jansí

Jana María (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:01

2 identicon

Flottar myndir :) hlakka til að kíkja yfir fljótlega til að taka út baksturinn :P

Palli (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Flottar myndir. Sakna þín.....

Knús

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 21.10.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

ó já.. þetta er sko alveg dásamlegt!! ;)

Sólbjörg Björnsdóttir, 22.10.2008 kl. 18:09

5 identicon

Hvað er að frétta úr Trektinni?  Ekkert blogg í langan tíma elskan.
Hér á klakanum er sko klaki núna, snjór yfir öllu, bjart og  dásamlega fallegt veður, svo jólalegt.
Allir kátir og hressir, vona að svo sé hjá þér elsku stelpan mín
Ástarkveðjur 

Þín bestasta mamma í heimi 

Mamma (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband