Ísland - Holland!

Ég veit vel að það á að vera Holland - Ísland en nú er þjóðernissinninn kominn upp í minni!  Þetta er það magnaðasta sem ég hef upplifað lengi.  Að standa á Feyenoord leikvanginum með hundrað þúsund öðrum. Við litlu Íslendingarnir vorum á besta stað beint fyrir aftan markið alveg niður við völlinn!

En byrjum frá byrjun. Palli kom til Trektar um eitt leitið og við röltum aðeins um borgina. Við ætluðum öll,  ég ,Sól, Stefán Gunni (vinur Sólar), Halli og Heiðrún, að leggja af stað klukkan fjögur.  Við Palli ákváðum svo að skella okkur aðeins fyrr til Rotterdam til að skoða okkur um.  Þegar við komum á Trekt Centraal komumst við að því að það hafði verið lestarslys um morguninn, ekkert alvarlegt en gerði það að verkum að leiðin frá Trekt til R´dam var lokuð.  Þannig að við þurftum að fara frá Utrecht til Den Bosch þaðan til Tilburg og þaðan til Rotterdam.  Þetta ferðalag tók tvo tíma í staðinn fyrir 45 mín venjulega! Við biðum því bara eftir krökkunum og fórum saman.  Við vorum búin að mæla okkur mót við ritara frá ksí, sem var með miðana okkar, á bar rétt hjá leikvangnum.  Þar voru allir íslendingarnir saman komnir og þvilík stemming, spiluð íslensk tónlist á barnum og seldir treflar og fleira skraut!  Palli var nú búinn að ræða þetta við mig í mikilli alvöru að við skyldum nú ekkert vera of áberandi vegna alls og alls. En svo var hann fyrstur manna að kaupa sér trefil.  Skemmtilegt :) Svo þrömmuðum við öll saman á leikinn.  Sem var algjör snilld ( þrátt fyrir tap)  Við sátum á besta stað og fengum þetta algjörlega í æð.  Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur og Hollendingarnir þurftu að hafa fyrir því  að vinna þennan leik (allavega frá mínu sjónarhorni)  Mér fannst Gulli standa sig best, hann bjargaði margoft og var eins og klettur í markinu.  Gaman að sjá gömlu taktana frá Kópavogsvelli! 

Ég skemmti mér konunglega öskraði úr mér röddina og vaknaði hás í morgun!  Veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta fyrir Lottie en það á bara eftir að koma betur í ljós.  Svo var það að komast heim sem tók aðra tvo tíma eða frá R´dam til Gauda og svo frá Gauda með rútu til Trektar, vorum komin þangað um eitt.  Palli ætlaði þá að halda áfram til Nijmegen en það var enginn lest fyrr en klukkan tvö svo hann ákvað að gista hjá frænku.  Strætó var hættur að ganga svo ég reiddi hann heim á hjólinu. Var mjög fengin að hann var með mér þá þurfti ég ekki að hjóla ein heim.  

Svo vöknuðum við morgun og ég bakaði pönnsur og svo hélt hann heim á leið með nesti!  

Takk fyrir æðislega helgi öllsömul!

kisskiss

Tósla 

p.s. Hollendingar voru í bláu fallegu sokkunum og ég hugsaði sérstakleg til ykkkar Öddi og Erna!!!

 

IMG_1601

 Sól fallega!

IMG_1606

 Mikið stuð að dansa við Íslenska tónlist á barnum!

IMG_1611

 

IMG_1639

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1645

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var með tárin í augunum þegar þeir löbbuðu inn á völlinn og áttum við ekki í vandraæðum með að syngja þjóðsönginn með gleði í hjarta!

IMG_1655

 já maður var svona nálægt!  Hér má sjá Gulla í markinu. 

IMG_1653

 Þetta fannst okkur Palla ekki fyndið!  Þega Hollendingar skoruðu tóku Íslendingarnir upp þennan fána sem stendur á " Even if you win, We have your Money, Ice saves the day" Ekki sniðugt í Hollandi núna.

IMG_1671

 

Ekki ónýtt að horfa á rassinn á Van der Sar í 45 mínútur!

 

IMG_1662

 Palli Víkingur!

IMG_1675

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki ánægðar með seinna markið! 

IMG_1681

En glöð og kát frændsystkin að loknum leik! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir mig Þórunn mín, skemmti mér konunglega og tek undir "all of the above" (fyrir utan kannski þetta rassakomment á Van der Sar :D ) .

Sjáumst fljótlega og vona að röddin skili sér ;)

Palli (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:27

2 identicon

það sem er gaman í Hollandi !!!! Meira að segja þó maður tapi fótboltaleik og sé niðurlægður á spjöldum ! Ungmennafélagsandinn hefur alveg skilað sér í uppeldinu á ykkur Palla , Þórunn mín. Aðalmálið að vera með og hafa gaman að þessu hí hí hí !!! Love you..........Þín Brynja frænka

Brynja frænka ! (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:22

3 identicon

'AFRAM 'ISLAND!! hehe... gaman ad sja ykkur i godum gir!! knus knus Erla fraenka

Erla (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Gunnhildur Daðadóttir

Gaman að lesa um þetta allt hjá þér elsku Þórunn mín. Gangi þér sem allra best áfram! Knús frá klakanum

Gunnhildur Daðadóttir, 15.10.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Ohh... þetta var svooooo gaman :)

Viltu lofa að taka mig með næst þegar þú ferð á leik!! ekkert skemmtilegra en að vera með þér í þessum agalega baráttugír :-D haha..!!

þetta var fab

Sólbjörg Björnsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband