11.10.2008 | 10:49
Vetrarfrí!
Ég er komin í vetrarafrí, dýrð og dásemd. Er orðin langþreytt og það er ótrúlegt hvað þetta ástand heima hefur lumskt áhrif á mann! Lilja fékk meira að segja athugasemd um það að hún ætti nú ekkert að hafa hátt um það að hún væri Íslendingur! Þetta fór ótrúlega fyrir brjóstið á okkur enda hefur maður allt verið svo stoltur af því að vera Íslendingur og ég ætla sko ekki að hætta því!!!! Það var reyndar smá panikk ástand þegar maður gat ekki tekið út af vísa og heimabankinn frosinn. Ekki það að ég hafi getað notað hollenska reikninginn minn af því að ég var bara að fá tilkynningu í gær um að kortið væri tilbúið. Já það er ekki allt fullkomið hérna í niðurlöndum! Ég semsagt sótti um bankareikning 29.ágúst og er loksins að fá kortið núna en þá er það líka komið og ég er glöð! Maður gleðst yfir litlu. Svo er bara að vona að það verði búið að opna fyrir millifærslur eftir helgi. En nóg um þetta tal.
Ég fór í söngtíma heim til Lottíar í vikunni. Hún á heima í A´dam í dásamlega fallegu húsi á þremur hæðum. Hún er með stúdio á miðhæðinni og gestaíbúð á efstu hæðinni, þar er hún með aðstöðu fyrir nemendur sína sem koma langt að og þurfa að gista. Hún er ótrúleg þessi kona. Við Heiðrún fórum saman og áttum dásamlegan dag, við spjölluðum heillengi og ég fékk að prófa víoluna hennar sem er æðisleg, langaði bara að fara að kaupa mér almennilegt hljóðfæri. Svo fékk ég tvo og hálfan tíma í söngtíma. Það var svo gaman að vera hjá henni í hennar umhverfi, hún var svo afslöppuð og yndisleg. Hún kallar okkur dætur Utrecht. Það er svo gott að eiga mömmu í hverju landi.
Vikan leið hratt sem er mjög fínt fyrir mig! Við Lilja fórum á dásamlega tónleika í gær með Nederlands Kamerkoor sem er einn besti kór sem ég hef heyrt í. Þau voru að syngja Schütz og var ég með tárin í augunum allan tímann. Það var hann Hörður minn sem kenndi mér að elska Schütz, þetta er magnað tónskáld og saknaði ég elsku Schola Cantorum mjög mikið í gær. Fann það hvað ég er háð því að syngja í kór. En þetta var plástur á hjartað í allri hringiðunni. Svo er Palli að koma til mín og við erum að fara á Holland -Ísland í Rotterdam í dag. Er ekkert smá spennt. Ég segi bara áfram Ísland!!!!
Þangað til næst.....
Ykkar Tósla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:54 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Þórunn Vala
Alltaf svo gaman að lesa bloggið hjá þér.
Auðvitað áttu að vera stolt af því að vera íslendingur, aldrei gleyma því
Fær maður ferðasöguna og myndir af landsleiksferðinni ??
Hlakka til að heyra
Ástarkveðjur
Mamma
Mamma (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:46
Schola Cantorum saknar þín líka elsku Þórunn Vala mín ... amk. litla ég !!! Fyrir utan það þá er allt við það sama á mínum bæ, hef reyndar ekki undan að útskýra kreppuna fyrir börnunum mínum sem skilja hvorki upp né niður í þessu ástandi. "Mamma, hvað er þessi kreppa sem allir eru að tala um? ... og hvernig verður kreppa til? Ef allt kostar svona mikinn pening í dag, getum við þá ekki bara notað kort ?" Múhahaha !!! já þau eru hreint yndisleg þessar elskur. Bið að heilsa í Trektina.
Kv, SóSa
Solla Sam (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.