Bíbb...

Það er nú ástæða fyrir því að ég er ekki búin að blogga lengi. Það er bara búið að vera svo gaman. Elsku mútta mín ég biðst innilega afsökunar á þettu samskiptaleysi.  Það er allt gott að frétta og ég lendi í hverju ævintýrinu á fætur öðru.  

Á föstudaginn fórum við krakkarnir á fyrsta árinu út að borða og það á að reyna að gera þetta reglulega héðan í frá. Við byrjuðum mjög rólega en svo þróaðist kvöldið í þvílíkt partý.  Hollensku stelpurnar sýndu okkur "lokal" pöbbana svo núna er ég með þetta á hreinu, veit hvar er hægt að fá góðan mojito......  

Þeir sem vilja nánari smáatriði verða bara að hringja.  Ég segi bara eins og Halla sagði margoft í Berlín.  Var ég að lenda í þessu!!! 

Ætla að setja inn nokkrar myndir af stemmingunni.  Ein mynd segir meira en þúsund orð.

IMG_1508

 

IMG_1514

 

 

 

 

 

 

 Simone, sól og  Stefán

 

IMG_1517

 Ivan og Marie Claire                                                                            

IMG_1518

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo var okkur íslensku krökkunum boðið í mat til hjónanna Þóru og Vigfúsar í gær.  Þau eru búin að búa hérna í mörg ár og vinna við háskólann og sjúkrahúsið hérna í borginni.  Þau eru yndisleg og fengum við dásamlega nautasteik með bernais og öllu tilheyrandi.  Það var frábært að fá svona heima, mömmu, mat.  Við skemmtum okkur konunglega, hlógum og sungum. Mig langar að þakka þeim sérstaklega fyrir gestrisnina.  Þetta var ómetanlegt kvöld. 

En hápunktur helgarinnar var í dag þegar ég skrapp til hans elsku Palla míns í Nigmegen.  Vaknaði í morgun ansi þreytt og leit út um gluggann, grenjandi rigning og rok bara eins og heima á Íslandi.  En strax og ég hitti Palla á lestastöðinni hætti rigningin að trufla mig. SÓL Í HJARTA, SÓL Í SINNI, SÓL BARA SÓL! Við örkuðum um borgina í allan dag og sá ég helstu staðina, skólann hans, miðbæinn og svo auðvitað yndislega heimilið hans.  Langar að skila því sérstaklega til Brynju frænku að þetta er yndislegt hjá frumburðinum og uppábúið rúm fyrir gesti!  Ætla bara að setja myndirnar inn og þið megið geta í eyðurnar.

Luv ya all!

Ykkar Tósla pósla

IMG_1522

 

 Heima hjá Palla.

IMG_1525

 Í ullarsokkum frá Brynju frænku!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1519

 

IMG_1536

 

 

 

 

 

 

 

 

Fengum okkur heitt kakó í rigningunni (smá jóló) 

IMG_1539

 

IMG_1544

 

 

 

 

 

 

 

 Fallega fólkið og brúin í baksýn! Palli ætlar að róa á árabát til Bärbel því það er svo hart í ári hjá stúdentum í útlöndum! 

 

IMG_1558

 

IMG_1564

 

IMG_1570

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndisleg borg!  Ætla ekki að segja of mikið því það eiga margir eftir að koma í heimsókn, nota bene!  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja elskan

Það heyrist bara bíbb frá minni, mikið var ég glöð að heyra frá þér og myndirnar eru frábærar, greinilega svo gaman hjá ykkur elskurnar mínar.  Njótið áfram dvalarinnar elskurnar mínar.

Ástarkveðjur frá öllum
mamma

Mamma (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 22:49

2 identicon

Æðislegir ullarsokkar!! :)

Sól (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:19

3 identicon

Elsku Þórunn mín ! Það færir manni þvílíka gleði í daginn að lesa bloggið þitt !þið eruð svo sæt Öll og á myndunum  og skemmtileg      !!!  Gangi þér allt í haginn  STJARNA !!!  Kiss kiss..... þín Brynja frænka. 

Brynja frænka (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:36

4 identicon

Mikið er nú gott að lesa svona skemmtilegt og upplífgandi blogg eftir kreppuviku dauðans....knús frá Berlín!!!!

hildigunnur (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:45

5 identicon

Maður verður að vera jákvæður og eins og mútta segir þá er ekki verið að gera innrás í landið....! Þetta eru dauðir hlutir.

Knús til Berlínar sætasta!!!!

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:18

6 identicon

en skemmtilegt! :D elska þessar svarthvítu.. mætti halda að þið hafið farið 500 ár aftur í tímann! hehe.. það er um að gera að vera jákvæður, þá gengur allt svo miklu betur ;) peningar eru bara bréf! knús knús

Erla frænks **

Erla (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband