28.9.2008 | 17:27
Masterklass og tónleikar.
Ég er alltaf að kynnast Hollenska hugsunarhættinum betur og betur. Þeir eru yndislegir en eru ekkert að skafa utanaf hlutunum og segja það sem þeim finnst. Vikan er búin að vera mjög góð, engar fréttir góðar fréttir! Ég fékk mér æfingaherbergi og er núna til í slaginn að fara að æfa mig almennilega. Það er alveg ómögulegt að fá stofu í skólanum en maður getur fengið herbergi í menningarmiðstöð sem er þar rétt hjá og kostar bara 40 evrur fyrir árið sem er mjög fínt. Ég er að venjast þessu lífi og þetta er allt að koma, ætla að læra eins mikið og ég get á meðan ég er hérna.
Annars fórum við nokkrar stelpur úr skólanum á masteklass hjá Elly Ameling á föstudagskvöldið. Hún er dásamleg lítil kona svo elegant og fín en ekki um of. Hún varð sem frægust fyrir túlkun sína á ljóðasöng. Rosalega flott söngkona og greinilega góður kennari því námskeiði var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Ég hugsaði allan tíman hvað ég er heppin að vera hérna og getað drekkt í mig alla þessa visku frá þessu frábæra og reynda fólki.
Fyrr um daginn fórum við á fyrirlestur hjá umbosðmanni sem var að fræða unga söngvara um það hvernig þeir eiga að bera sig að eftir nám. Þarna kom hann með góð ráð hvernig maður á að haga sér í áheyrnum og hvað maður á að láta bjóða sér og hvað ekki. Hvar maður á að leita að vinnu og hvað hentar best til að koma sér á framfæri. Þetta er allt saman í tengslum við alþjóðlega keppni sem er að klárast í dag í borg sem er hérna rétt hjá og heitir Den Bosch. Þáttakendurnir á námskeiðinu hjá Elly voru allt keppendur í keppninni og mjög flottir söngvarar. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Svo í gær skelltum við Sól okkur á tónleika hjá íslenskri / belgískri / hollenskri hljómsveit sem heitir Mógil en aðal söngkonan er Heiða vinkona mín úr Schola Cantorum. Það var dásamlegt að hitta hana og auðvitað að hlusta. Tónleikarnir voru frábærir, við Sól fórum báðar að gráta í Fuglinn minn svo undur fallegt. Blundar kannski smá heimþrá í manni. Heiða er algjör perla og vítamínsprauta að hitta hana hérna.
Við stelpurnar, Lilja og Sól erum svo búnar að hafa stelpuhelgi, yndislegt. Við horfðum á hinar ýmsu væmnu, rómantísku myndir, hlógum, kjöftuðum og borðuðum á okkur gat. Þetta er lífið.
Þangað til næst.....
kisskiss ykkar Þórunn
Ég og Sól á masteklass!
Lilja og Marie- Claire vinkona okkar úr skólanum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:33 | Facebook
Athugasemdir
KNÚÚÚS OG KOSS elsku Þórunn mín! Nú er ég að pakka niður, fer í ljósmyndun kl.19 og svo beint til mömmu sín í síðbúinn mat og svo flug í fyrramálið. - Það er svoooo skrýtið að vera búin að kveðja þig fyrir löngu, mig er búið að sárvanta þig svo mikið undanfarið!!!!
Um leið og ég er búin að koma mér fyrir úti og tengjast þessu fína neti þá hringist ég sko um leið í þig sæta mín - ógurlegar saknaðarkveðjur
kiss kiss og innilegar saknaðarkveðjur
þín Jansí
jansí pansí (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:17
ps. þú lítur stórkostlega út á myndunum - geislandi flott vinkona;)
knús j.
jansí (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:18
Þu ert yndislegust Jana mín. Ég hugsa til þín á morgun og ekki gleyma hvað þú ert hæfileikarík, sterk og falleg! Og yndislegasta vinkona sem nokkur getur eignast. Ég verð með þér í á morgun.
Luv ya
Þín Þórunn
p.s þarf að fá nýju Addressuna!
Þórunn Vala (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 00:04
Þórunn Vala Valdimarsdóttir !
Hvað á það að þýða að svara ekki heimboði mínu á facebook :Þ Þú ættir að vita að slíkt gengur ekki fyrir unga hagfræðinga sem þurfa að huga að innkaupum og annars háttar hagræðingum....!
Ertu laus á Lau-Sunn ?
Paulus :D
Bitur Nijmegen búi (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:09
Auðvitað kem ég elsku frændi og ég svar um hæl á andlitsbókinni. Laug-Sun hljómar mjög vel!
Luv Ya
Þórunn Vala (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:42
Knús frá mér til þín :*
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 1.10.2008 kl. 00:47
skemmtilegar myndir skemmtilegt kvöld :) annars er ég eitthvað hálf aumingjaleg hérna á albertsgötunni.. kúri uppí sófa undir teppi og hlusta á Jeff Buckley.. Ætla að vera búin að jafna mig fyrir skúl á morgun samt, örugglega bara ofvirkni og svefnleysi. Eldaði lax og kartöflur með fullt af hvítlauk og chilli, drakk te og borðaði appelsínur til að hressa mig!! :)
Annars er Stefán minn að baka súkkulaðiköku, greyið gleymdi að kaupa smjör í kökuna svo hann er að ferðast í grenjandi rigningunni aleinn útí albert heijn okurbúlluna að kaupa smjör!!
Það var líka soldið fyndið að þegar hann var að fara út þá fann hann hvergi lyklana sína.. hélt að ég hefði tekið þá en þegar hann opnaði hurðina þá voru þeir bara í skránni!! hahaha.. kjáni ;)
anyways.. er illt í mallanum svo ég ætla að snúa mér á hina hliðina í smástund
knús
Sólbjörg Björnsdóttir, 2.10.2008 kl. 19:34
Hvað er með þig dúllan mín
Ertu alveg hætt að blogga? Bíðum spennt eftir næstu færslum
Ástarkveðjur
Mamma og allir hinir í fjölskyldunni
Mamma (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.