Pönnsur

IMG_1445

Enn ein helgin á enda og ég er búin að vera hérna í heilar fjórar vikur. Og hana nú!!!  Finnst ótrúlegt að það sé mánuður síðan ég stóð hágrátandi í andyrinu heima og kvaddi alla. Orri sagði reyndar við okkur Hrafnhildi hva.... það verða komin jól áður en þið vitið af!  Það er alveg satt hjá honum. En af því tilefni bakaði ég fyrstu pönnukökurnar hérna í Trektinni, ég var reyndar líka að baka pönnukökupönnuna til (góð afsökun) og það gekk svona glimmrandi vel. Hef heyrt svo margar horrorsögur um fyrsta bakstur á nýja pönnu þannig að ég var búin að undirbúa mig undir stórslys a la Þórunn.  Ég held að það hafi verið uppskriftin hennar ömmu sem gerði gæfumuninn enda töfrakona þar á ferð!  Við Lilja borðuðum pönnsurnar með rjóma og rabbabarasultu frá múttunni hennar.  ( auðvitað líka upprúllaðar með sykri)  Þvílík himnasæla.  

Ég á nú ekki í vandræðum með að segja skemmtisögur af sjálfri mér í sambandi við ýmsan bakstur og eldamennsku.  Það var einu sinni að ég tók mig til og bakaði Betty, sem margir þekkja.  Ég las á kassann og kallaði á pabba, sem var vant við látinn, nota bene, hvað eru 300gr af vatni margir desilítrar? Það eru 30dl sagði hann og ég byrja að ausa .... þegar ég var komin upp í 15 þá áttaði ég mig á því að þetta yrði kannski svolítið þunn kaka, það áttu víst að vera 3dl af vatni! Flott hjá þér Þórunn. En fall er farar heill og hef ég gert margar gómsætar Betty síðan þá.

Svo er bara ný vika að taka við með tónheyrn, píanótíma, tónlistarsögu, þýsku, masterclass, söngtíma og fleiri ævintýrum.

Hlakka til!  

Þangað til næst

YKkar Tósla

IMG_1451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Sætar fyrir utan skólann!

 Set inn nokkrar myndir frá stórfjölskyldunni í Hollandi í matarboði hjá Jóni Þorsteinssyni frá Bala í kjós! Okkur var boðið í dásamlega vetrarsósu eins og maestró kallar hana.  Spaghetti Bolognese.  Hættið nú að snjóa! 

IMG_1452

 

IMG_1465

  

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1462

 

IMG_1452

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1460

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara blóm!

Blómaverkstæði Binna (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 02:07

2 identicon

Þú ert snillingur - vissiru það??? Djö sakna ég þín en þú bætir það upp með snilldarfærslum. Ég kafnaði úr hlátri yfir konunni sem varaði Lilju við að detta með hjálminn múhahahah;);)

 Styttist í mína útlegð, fer eftir rúma viku og komin í frí á Súfistanum. Núna vantar bara þig til að slæpast með, hvar ertu!!!!

Kiss kiss og knús frá slepjulegu Reykjavík - þúrtiggamissafneinu!Love you babe

knús þín jansí pí

Jansí Pí (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:23

3 identicon

það er ekkert annað  !!!! Það er sungið og bakaðar pönnsur . Þá er lífið ílagi !!! !!   þúsund kossar til þín!!!

Brynja frænka! (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

Yndislegar myndir og g'od ponnsusaga... ekkert betra a thridjudagsmorgnum tegar madur bidur eftir ad komast i tima ;)
'Eg aetla sko lika ad fara kalla borgina okkar trektina.. tad er toff

btw. eg kommentadi a kommentid fra ter a blogginu minu.

knus mus 

Sólbjörg Björnsdóttir, 23.9.2008 kl. 08:48

5 identicon

Já ég er alveg sammála Sólbjörgu, Trektin er mjög gott nafn! Þú stendur þig heldur betur vel í bakstrinum, hlakka mikið til að fá pönnsur hjá þér einn daginn:D

Auður Agla (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:16

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Gaaaahhh... ég er enn svo svekkt yfir fyrstu pönnukökubaksturs(til)rauninni minni að ég hef ekki þorað að reyna aftur, enda á ég ekki pönnukökupönnu og nýbúin (hjúkk?) að skila alltofvelskrúbbuðu pönnunni til systur minnar.  Viltu senda mér eina með sykri í pósti?

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 23.9.2008 kl. 12:43

7 identicon

Það var einmitt horror sagan þín Lára mín sem ég var að vitna í. Ekkert mál ég sendi eina með hraðpósti ;)))

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:38

8 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Það er ekki að spyrja að myndarskapnum í þér... eldri systir þín ætti kannski að reyna að taka sér þig til fyrirmyndar

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 24.9.2008 kl. 04:34

9 identicon

hey sæta stelpa mín!

Viltu senda mér númerið þitt aftur, ég tapaði smsinu þínu;(;(;( 

Hvenær eigum við að skypast stelpa????

knúsar og kossar jansí

janamaria (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:31

10 identicon

mmmm! ;D en þú dugleg! ég skildi pönnuna sem þið gáfuð mér í afmælisgjöf eftir heima ;( hræðslu við yfirvigt... :S þarf að biðja mömmu um að senda mér hana í hraðpósti ! ekkert jafnast á við góða pönnukökulykt! It feels just like home ;) já við erum hálfrugluð í þessum mælingum hérna líka, þá er bara slumpað :p hehe.. lov jú , þín Erla

Erla (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 10:56

11 Smámynd: Gunnhildur Daðadóttir

Voðalega er þetta kósí hjá þér Þórunn mín! Þetta er greinilega alveg súper þarna í Trektinni ;) Hvernig gengur hollenskan annars??

Gunnhildur Daðadóttir, 27.9.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband