17.9.2008 | 18:35
Eitthvað í fréttum?
Vegna fjölda kvartanna þá hef ég ákveðið að setja inn nýja færslu. Ég er víst ekki nógu dugleg að blogga!!! Málið er bara það að það er ekkert sérstakt að frétta. Ég hef ekki gert mig að fífli nýlega og lífið gengur sinn vana gang. Helgin var róleg og þægileg, við fengum Elmar, Heiðrúnu, Stefán og Sól í mat á laugardaginn og gerði ég hina frægu Mexicó súpu sem margir lesendur hafa fengið að njóta! Hún var reyndar ekki eins sterk og þegar ég bauð stelpunum í matarklúbbnum Málfríði í mat því þá setti ég eina og hálfa matskeið af cayenne pipar í staðinn fyrir eina og hálfa te skeið! Smá klúður en þær borðuð samt súpuna með bestu lyst. Enda miklir sælkerara þar á ferð. Svo var bara sofið og horft á video, í flottu græjunum hennar Lilju, á sunnudaginn. Svona eiga sunnudagar að vera!
Nokkrar stemmningmyndir frá Laugardagskvöldinu fyrir áhugasama!
Það dregur nú samt til tíðinda því ég fór í mína fyrstu Óperuferð hérna í Hollandi í gær. Það var reyndar ekki óperan í A'dam en sýning hjá International Reisoper hérna í Utrecht á Madame Butterfly. Eins og margir vita þá finnst mér Puccini yndislegur og þegar hljómsveitin byrjaði þá fór um mig sælutilfinnig, gerði mér grein fyrir því að það er alltof langt síðan ég fór í óperuna. En sýningin var mjög fín, flottir söngvarar og þá sérstaklega sópraninn. Núna ætla ég að vera dugleg og drífa mig að stunda menninguna hérna í Utrecht.
Daglega lífið gengur sinn vanagang og er ég orðin miklu öruggari á hjólinu. Farin að hjóla með tvo poka á stýrinu. Veit að mamma fær kast núna enda er hún búin að hringja sérstakleg til að segja mér að vera með hjálm. Það er ekki smart að vera með hjálm. Lilja er búin að fá mörg komment varðandi hjálminn enda ENGINN með hjálm hérna. Það var nú mjög skemmtileg sjón að ganga út úr óperunni og sjá fínu frúrnar setjast upp á hjólin sín í pelsunum og hjóla af stað. Þetta sæi maður ALRDEI í Reykjavík. Reyndar var ein ekki svo kurteis þegar hún hjólaði framhjá og sagði Lilju að passa sig að detta ekki með hjálminn. Já maður verður fyrir aðkasti ef maður er með hjálm. Lilja segir að ég sé barnaleg að láta svona og örugglega fleiri!
Þangað til næst!
Ykkar Þórunn Vala
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:40 | Facebook
Athugasemdir
Vá hvað ég verð að drífa mig í óperuna.. þó ekki sé nema til að sjá pelsakonurnar setjast upp á hjólfákana sína ;) ..algjör snilld !!
Takk fyrir yndislega helgi..
knús, Sól :)
Sólbjörg Björnsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:31
Já, þetta minnir mig á þegar ég sat ein innan um fullt af ókunnugu fólki að horfa á M. Butterfly í Vínarborg hér um árið. Alveg hreint yndislegt, sat með tárin í augunum og stanslausa gæsahúð (unaðshrísl ... !) Væri alveg til í að skreppa með þér á sýningu, láttu mig vita hvað þú ferð á næst Ætla samt auðvitað að skella mér á óperutvennuna hérna heima núna í byrjun okt ... hlakka til!
Bið að heilsa þér sæta úr rokinu og rigningunni hér
Kv, Suzuki
Solla Sam (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:13
Hae hae
Gott ad heyra ad thú skemmtir thér vel í óperunni, enda er naudsynlegt ad gera sig gladan dag reglulega til ad halda sonsum;) Talandi um thad thá er haegt ad panta mida á landsleikinn i'Rotterdam hér http://www.ksi.is/landslid/midasala-utileikir/og thurfum vid endilega ad fara ad plana og panta mida. Ef fleiri aetla ad kíkja med thá vaeri best ad panta mida saman og millifaera á einn sérstakan getur thess vegna verid á mig :D kostar 3000 ISK midinn ;D
Vardandi hjálma mál styd ég thin málstad Tórunn mín tar sem ad thad er ekki mikil hjálmamenning thrátt fyrir ad ad thad sé hjólamenning. Madur getur drepist vid ad renna á bananahýdi thannig ad thad thýdir ekki endalaust ad vera brynja sig upp ;D Fallega gert thó af mommu thinni ad hugsa til thín med theim haetti og ég vona ad thau hjúin hafi skemmt sér vel í Bretlandi :D :D
Bestu kvedjur
Palli (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:56
Það er betra að vera töff en að vera með hjálm segi ég....
ég ætlaði aldeilis að drífa mig í óperuna hér í berlín og fór að skoða á netinu, var næstum búin að panta miða í staatsoper í Vín, en þetta hlýtur að takast einhvern daginn.
knús til ykkar allra
h.
hildigunnur (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:48
Mér finnst meira töff að vera með hjálm en að eyða restinni af lífinu heiladauð!!! Einu sinni þótti ekki töff að vera með belti í bíl...:)
Ingunn (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.