Dótið er komið!

Þá er dótið komið, húrrahúrra!!!  Við þurstum heim úr skólanum til að taka á móti herlegheitunum sem við sendum með samskipum um miðjan ágúst!  Við Sól og Stefán hoppuðum af kæti á bílaplaninu, í rigningu, þegar bíllinn kom. Dásamlegt, bara eins og heima! Ég er aðalega búin að bíða eftir kaffidótinu mínu og að því tilefni héldum við hátíðlegt kaffiboð eftir matinn, Heiðrún kom með þvílíkar kökur með sér, til að fagna þessum áfanga í flutningi okkar til Hollands.    

IMG_1367

Stefán tekur sig vel út innan um terturnar! 

Annars gengur bara vel í skólanum og fullt af skemmtilegum verkefnum. Um að gera að hafa nóg fyrir stafni.  Tíminn líður hratt og enn og aftur kominn föstudagur, ótrúlegt!  Hlakka mikið til að sofa út á morgunn, fara á markaðinn og kaupa mér blóm.  Það þarf lítið til að gleðja mig þessa dagana!   

Bara blóm!

Ykkar Þórunn 

 

IMG_1365

 

 Mikil er ástin á heimilinu!

 

 

 

 

 

 

IMG_1370

 Sól með sólskinsbros að venju!

 

                                              


IMG_1384











 
 
Lilja, Callas og Stefán á góðri stund!
IMG_1363
 
 
Sjáiði Múmín bollann!
 
 
 
IMG_1380
 Heiðrún sæta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Þórunn mín með að vera kominn með dótið :D verst að hafa misst af svona svakaelegri veislu :D

Palli (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 10:13

2 identicon

Jahá núna geturðu komið í pönnukökur handsome!!!! ég þarf að baka pönnuna til.

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 11:40

3 identicon

Hæ elsku Þórunn mín! Ég var svo hamingjusöm að finna bloggið þitt og geta fylgst með þér í nýju heimkynnunum   Mikið lítur þetta allt vel út hjá þér, yndislega hlýlegt og rómantískt umhverfi sem þú ert komin í þarna og til hamingju með fallegu íbúðina.  Mér fannst ég bara finna angan af bleiku blómunum alla leið hingað þegar ég skoðaði myndirnar.  Hnén eru þó vonandi að jafna sig eftir hrakfarirnar!  Það væri nú gaman að geta kíkt í heimsókn einhvern tímann, hver veit hmmm ... ?  Gangi þér vel með allt dúllan mín, bið að heilsa frá skerinu.

Kv, Solla söngfugl

Solla Sam (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 12:02

4 identicon

Til hamingju með dótið, þá fer að verða meira eins og heima þegar maður er kominn með sitt dót :) og mikið svakalega var þetta flott kaffiboð.

Hugsa oft til þín mín kæra.

Halldóra (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:27

5 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Múmínbollarnir mínir biðja að heilsa

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:11

6 identicon

vó ég á nákvæmlega svona eins Múmín bolla!   :)  við gætum verið tvíburar!

tóta víóla (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:17

7 identicon

Við erum tvíburar tóta mín, vissirð það ekki!!!

Frábært Solla að þú ert að fylgjast með, mér þykir óendanlega vænt um það. Svo bara vitiði að þið eruð alltaf velkomin í kaffiboð á Jan van Zutphenlaan, það er alltaf opið hús.

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 13:29

8 identicon

JEIJ !! :D til hamingju með að vera komin með dótið! kannast við þá tilfinningu...

Erla (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:56

9 Smámynd: Ásgeir Páll Ágústsson

Hey......... það þýðir ekkert byrja að blogga og hætta svo í miðjum kliðum..  Nýjar fréttir takk... svona svo ég hafi eitthvað til að lesa og skola niður með Mojito..

Ásgeir Páll Ágústsson, 14.9.2008 kl. 21:39

10 identicon

Frábært að þú sért búin að fá dótið þitt sæta mín! Ég og bumban söknum þín óendanlega mikið en það er frábært hvað þú ert búin að koma þér vel fyrir og líður greinilega vel þarna. Já og takk fyrir kortið!  Risaknús og kossar frá okkur xxx.

Luv jú...

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:46

11 identicon

Hehe... þetta var æðislega skemmtilegt kvöld :)

knúsur

Sól (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:48

12 identicon

jisús pisús hvað þetta lítur vel út allt saman!!!! Má ég koma næst??? Gleðin og kátínan skín úr hverjum pistli og myndunum líka - frábært að heyra þig svona hamingjusama dúllan mín!!!

Fer að líða að símtali vænan!

Farðu ógisla vel með þig og kipptu einum vendi af peonies með handa mér á markaðnum takk!!!

þúsund kossar

þín jansí 

Jana María (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:21

13 identicon

Hæ elsku Þórunn mín.

Það er æðislegt að fá dótið sitt, þá fer maður að líða eins og maður er heima hjá sér, ekki bara í heimsókn í einhverju ókunnu landi.

Hugsa oft til þín,

knús,

Regína

Regína (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:42

14 identicon

Hej, ég var að skrifa komment um daginn og svo sé ég það hvergi. Allaveganna...

Íbúðin þín er svo fín, komnar myndir upp á vegg og allt, ætti að taka þig til fyrirmyndar og skella myndum á hvítu veggina hér á Laugateignum.

Hjólasagan varð til þess að ég hló upphátt ein mð sjálfri mér í svona hálftíma á eftir, þú ert hilaríus!

Vertu dugleg að blogga, og takk fyrir myndirnar! Amma er nattúrulega alveg met á þessum myndum, við ættum að stækka eina og ramma inn og gefa henni.. hehe...

Hafðu það yndislegt og njóttu alls;)

lovjú,

Júlía

Júlía (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband