Menningarsjokk

Takk fyrir allar yndislegar kveðjur.  Það gerir lífið auðveldara að vita af öllum vinum sínum sem eru að fylgjast með og hafa áhuga á því sem ég er að gera hérna í Utrecht. Auðvitað er þetta ekki bara dásamlegt og æðislegt.  En það er bara eðlilegt að fa smá heimþrá.  Ég fékk samt menningarsjokk í strætó í gær.  Hef ekki farið mikið i strætó hérna en ég upplifði það svo sterkt í gær að ég var ekki heima! Það var svo sem ekkert sérstakt sem gerðist, fór bara í gegnum hverfi sem ég hef ekki séð áður með mikið af háum blokkum.  Ég á það reyndar til að fá menningasjokk hvar sem ég er.  Það eru oft sagðar skemmtisögur af mér í famelíunni þegar ég hef hringt grenjandi heim úr kórferðalagi einhverstaðar í heiminum.  Til dæmis í Finnlandi þegar það var fangelsi á bak við hótelið sem við vorum á og ég sá hendi út um fangelsisgluggan. Hringdi grenjandi í Múttu, vildi bara að hún kæmi að sækja mig, strax. Svo var það sms-ið fræga sem ég sendi henni þegar ég var á Filippseyjum,  hef það skítt, vil ekki vera hérna!  og greyið mamma fékk algjört sjokk og hringdi um hæl.  En þetta er bara ég, Þórunn!  

 

IMG_1354

En ég fékk elsku Palla frænda í heimsókn í gær, það jafnast ekkert á við fjölskylduna.  Hann er í námi í Nijmegen sem er borg í klukkutíma fjarlægð frá Utrecht.   Yndislegt að fá hann í heimsókn, við bökuðum okkur pizzu að hætti famelíunnar og bjuggumst við því að fá hana yfir okkur á hverri stundu.  Skrítið að vera saman í Hollandi og þvílík forréttindi að hafa hann hérna.  Svo ætla ég að skella mér í heimsókn við tækifæri! Takk fyrir komuna elsku frændi, þú fullkomnaðir daginn minn!!!

Annars gengur bara rosalega vel, lífið leikur við mig og ég get ekkert kvartað! Ég er að komast inn í rólega hugsunarháttinn og að hrista af mér íslenska stressið. Þetta lærist hægt og rólega.  Lá bara á sunnudaginn og horfði á friends í rigningunni undir teppi við kertaljós. Svona á þetta að vera!  Nóg í bili, elska ykkur öll!

Kisskiss

Ykkar Þórunn Vala

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Þórunn, gaman fyrir ykkur frændsystkynin að hittast og eflaust hefur hláturinn ekki verið langt undan ! Og ekki efast ég um að pizzan hefur verið "pomme de terre" þannig að harðsvíruðustu ítalir hefðu öfundað gæðin. Haltu áfram að vera þú sjálf með þína einlægni og lífsgleði og þú bræðir alla sem koma nálægt þér og heyra þig syngja !

Maður veit nú hvað maður velur þegar maður velur "starfsmann mánaðanna" !

Binni ( Ex-boss) (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:06

2 identicon

Hæ elsku frænka :D Hrikalega eruð þið krúttó á þessari mynd, hefði líka viljað sjá hveitiklessurnar framan í ykkur, kökukeflið og svunturnar ;) hehe en eg get svo sem alveg ímyndað mér það ;D

elska þig ;*

Erla (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

ohhh hvað ég vildi að ég hefði getað verið með ykkur! ég ætlaði að gera pizzu á laugardaginn en fattaði svo að ég átti ekki nóg hveiti ( ég veit.... týpískt ég!!!) svo eg gerði bara brauðbollur í staðinn þær voru ágætar ekki alveg eins og venjulegar vegna skorts á hveiti en það var alveg hægt að borða þær ;) Það er gottt að menningarsjokkið er komið þá þarftu ekki að bíða eftir því lengur ;)

Knús :*

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 10.9.2008 kl. 03:59

4 identicon

Takk fyrir mig Þórunn mín, pizzan var afbragðs nesti í lestinni :)

Hafðu það sem best og sjáumst fljótlega ;)

Palli (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband