Allt og ekkert!

Ótrúlega skrýtið að vera allt í einu farin að segja alheimsnetinu frá því hvað ég, litla Þórunn, er að gera dags daglega.  Dagarnir líða og það er nú ekkert sérstakt að frétta nema að ég fann lyktina af haustinu í fyrradag á leiðinni í skólann. Svo ringdi og ringdi í gær eins og í lokaatriðinu í Breakfast at Tiffanys, þegar þau kyssast og hún heldur á kisunni, svo rómó! Ég labbaði með regnhlífina mína um þröngar götur Utrecht og ímyndaði mér að ég væri í bíómynd.  

En aftur í veruleikann!  Ég er farin að komast inn í hjóla menninguna hérna,  það ætti samt að vera sérstakt hjólapróf eins og bílpróf.  Maður þarf sko að kunna umferðarreglurnar til þess að hjóla hérna og manni er ekki sýnd nein miskun en þetta lærist.  Það er samt ótrúlega mikil virðing borin fyrir hjólamönnum hér en það er eins og þeir beri ekki eins mikla virðingu fyrir hvor öðrum!  

Stutt yfirlit sérstaklega fyrir mömmu um hvað ég gerði í dag! En ég er búin að eiga yndislegan laugardag, svaf út, drakk morgunkaffið í rólegheitum, fór svo út að skokka og lá í baði við kertaljós heillengi (maður verður að vinna upp heitupotta leysið)  Hjólaði í búðina en þar var stríðsástand bara eins og í Bónus fyrir jólin, fannst ég vera komin heim! Ég er ekki að grínast, keypti það sem ég þurfti og eldaði svo Mexicosúpuna fyrir okkur Lilju, sit núna við kertljós og dunda mér í tölvunni. Það er nú ekki hægt að hafa það betra.   

Ætla að setja inn aðeins fleiri myndir af íbúðinni bara til gamans.  Nóg er plássið á Jan Van Zutphenlaan og allir velkomnir hvenær sem er. 

Með mikilli ást!

ykkar Þórunn 

IMG_1283

 Budd biður sérsaklega að heilsa Brynju frænku og Bossinum.  Hann er að bíða eftir að þið komið í heimsókn.

 Starfsmaður Mánaðarins! 

IMG_1285

 

 Við Stefán í fallegu   stofunni! 

IMG_1343

  

 

Baðherbergið fyrir áhugasama!

IMG_1331

  

 

Ein mynd af skólanum en aðalbyggingin er gamalt munkaklaustur og garðinum er haldið í upprunalegri mynd, þetta er     dásamlega fallegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh... þetta er æðislegt blogg Þórunn mín!! Mér líður eitthvað svo vel eftir að hafa lesið það!!

Knús frá Albert van Dalsumlan :) Vonum að þér fari að batna svo við getum farið að kíkja í chilli con carne

 ástarkveðju Sól og Stefán

Soll and Stefaan (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 15:23

2 identicon

Ég er ánægð með þig - styttir mér stundirnar á meðan ég bíð að hafa eitthvað skemmtilegt að lesa:)

Ingunn (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 07:00

3 identicon

Halló halló elsku dúllan mín!

Ekkert smá skemmtilegt bloggið þitt, gaman að lesa textann og skoða myndirnar. Mér sýnist þú hafa það reglulega gott þarna í Utrecht;) Mikið hlakka ég til að koma í heimsókn og taka þetta út allt saman;) - Farðu samt VARLEGA á hjólinu, ég held ég hafi dottið í gólfið af hlátri þegar ég sá myndina af þér með plástrana alla múhahahahha... ég fékk samt smsið í huganum dúllan mín, takk fyrir það!

músímúsímúsíkalskir knúsar að heiman, fyrsti í námskeiði í dag jei;)

Lots of love 

þín jansí pí

Jana María (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 09:35

4 identicon

Hæjj elsku Þórunn okkar! :D

Rosalega gaman að lesa bloggin þín, fyrir utan kannski þetta með að detta á hjólinu :S áá fundum mikið til með þér...  íbúðin er æðisleg! :D hlökkum rosa mikið til að koma í heimsókn og baka pizzu ;) Gangi þér rosa vel snúlla, hugsum til þín á hverjum degi :) lov, Erla og Binni<3

Erla og Binni :) (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:43

5 identicon

Hæ elsku þórunn , Við sjáum að Budd hefur það gott þarna hjá þér í Utrecht og svei mér þá ef hann hefur ekki fitnað! þú mættir taka hann með þér út að hjóla en í guðs bænum hafðu hann með hjálm á meðan þú ert að ná tökum á tækninni! Skólinn þinn er rosalega flottur. Og svo notalegt heimilið þitt. Palli okkar er örugglega hjá þér núna og góða skemmtun gömlu vinir!    Þín frænka Brynja og Binni :)

Brynja frænka og Bossinn (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Jiminn hvað allt er frábært, meiraðsegja rigningin rómantísk .  Njóttu lífsins og syngdu fallega!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband