Lífið í Utrecht

Þá er ég búin að fara í fyrsta söngtímann!! Og það gekk bara mjög vel. Charlotte er yndisleg kona, mjúk, einlæg og við náum vel saman, skiljum hvor aðra. Við erum með mjög líkar raddir (segir hún) svo þá er þetta allt saman auðveldara.  Þannig að ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman.  Hún spurði mig hvað ég vildi syngja og ég nefndi Frauenliebe und Leben eftir Schumann og henni fannst það frábært og sagði að ég gæti gert það með strengjakvartett sem mér finnst mjög spennandi en þetta á nú allt eftir að koma betur í ljós.  

Annars er ég, miðbæjarrottan, búin að finna mér mjög fínt kaffihús sem selur, já ég held það bara, besta kaffi sem ég hef fengið hér í Utrecht.  Það er reyndar annað kaffihús sem ég veit um sem selur gott kaffi en eini gallinn er sá að það er í Amsterdam.  Fer þangað við hátíðleg tækifæri!  Annars skrapp ég í sunnudagsheimsókn í Jónshús og átti þar yndislega stund.  Það er svo gott að fara í heimsókn til góðra vina, takk fyrir mig elsku Nonni minn.

Svo voru vetrarvörurnar að koma í búðir og hvaða litur haldiði að sé í tísku, auðvitað fjólublár!!  Þannig að núna er ég hætt að borða mat og eyði öllum minum aurum í HogM!!!  

Allavega .... ég set inn nokkrar myndir að vanda!

Luv ya all!

IMG_1337

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Herr Budd Weiser biður að heilsa, sérstaklega þeim sem hann elskar óendanlega mikið!

IMG_1338

 

  

 

 

 

 

 

 

  

 

Herbergið mitt fallega! 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ dúllí rúllí.  Það gladdi mig mjög að sjá Budd á rúmstokknum. Og gaman að vita að allt gengur svona vel hjá þér Þórunn mín!!!! Haltu áfram að eiga góða daga og skemmtilega :) !!!     Brynja frænka

Brynja frænka (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:41

2 identicon

Blessuð, gott að sjá að það er hægt að fylgjast með þér á blogginu.  Ég var líka rosalega glöð að sjá allt fjólubláa dótið í H og M í stokkhólmi

Kv.

Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:28

3 identicon

Elsku Tóslan mín
Mikið er fallegt og yndislegt hjá þér og frábært að þú ert ánægð með söngkennarann þinn og skólinn skemmtilegur.  Njóttu þín ljósið mitt 
Þín mamma

mamma (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Má ég þá spila þetta með þér einhvern daginn?

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 4.9.2008 kl. 04:32

5 identicon

Hæ skvís! Gaman að heyra hvað allt gengur vel og frábært að geta fylgst hérna aðeins með þér - og taldandi um H&M - ég á eftir að tapa mér þar í Berlín eftir hlaupið

Gangi þér vel í skólanum

Kristín Birna (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:15

6 identicon

Gott að það gengur vel. Fjólublár er liturinn, langar alveg pínu að koma og versla með þér :)

Hvað er annars heimilisfangið þitt? Svo maður geti sent þér eins og eitt póstkort eða svo.

Erla (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:57

7 identicon

Heimilisfangið er Jan van Zutphenlaan 66, 3555 RA, Utrecht.

Þú ert alltaf velkomin, hvenær sem er, það er sko nóg af fallegum búðum hér;)

Þórunn Ala (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 19:21

8 identicon

Þegar þú talar um Kaffihús þarna Utrect hvernig merki eru fyrir utan, ég er til dæmis búinn að rekast á eitt með skemmtilegri plöntu framan á ;) er þo ekki enn búinn að gerast svo frægur að hafa farið þangað innfyrir, hefuru orðið eitthvað vör við eitthvað þess háttar þarna hinum meginn.

Annars hlakka ég til að kíkja yfir á mánudaginn ætli ég myndi ekki reyna stíla inn á að koma um eftirmiddegið um 17 eða18 leytið þar sem ég er í tímum til 15:30 :D

Bestu kveðjur frá Nijmegen

Palli (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:39

9 identicon

ekki spurja mig!

næsssti gjörsvovel...

:)

Halldóra (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:24

10 identicon

Hahahaha ætlaðu að fá einn Akureyring Halldóra? Þetta verður brandari ársins! Sakna þín sætasta!

Þórunn Vala Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 21:14

11 identicon

Jæja elskan
Er nýjabrumið farið af blogginu, ekki komið bofs í nokkra daga?   Bíðum spennt eftir meiru,  elsku bestasta ljósið okkar.

Ástarkveðjur
Mamma og pabbi, Júlli og Stefanía

Mamma (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband