3.9.2008 | 10:24
Sest á skólabekk.
Þá er maður sestur aftur á skólabekk. Það var nú svolíðið skrýtin tilfnning að fara í bókabúð og kaupa sér blýant, strokleður, pennaveski og skólatösku. Leið eins og ég væri sex ára að mæta í skóla í fyrst skipti, þvílík tilhlökkun.
Hollendingar eru nú ekkert að stressa sig á hlutunum og margir tímar byrja ekki fyrr en í næstu eða þar næstu viku. Það er bara mjög fínt. Ég komst reyndar ekki í skólann í gær vegna leiðindar gubbupestar og ætla ég ekki að lýsa henni nánar hér!!! Ég missti af píanótíma sem margir lesendur vita að er mitt uppáhaldsfag! Eða hitt þó heldur. Svo var námsráðgjöf svo ég missti ekki af svo miklu og ætla ég að mæta í skólann í dag, smá dösuð, en ekkert sem er hægt að kvarta yfir.
Gestirnir okkar eru farnir og er ég því komin með mitt herbergi, ég er búin að hengja upp myndirnar mínar og plakötin og er þetta núna bara alveg eins og heima! Núna fer lífið að komast í rútínu og hlakka ég mikið til að takast á við hlutina hérna. Ég hef svosem ekki mikið meira að segja í bili enda að verða of sein í söngtíma. Læt vita hvernig fer!
Túrilú....
Tósla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 10.10.2008 kl. 23:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.