Dásamlegur Dagur!

Ég sagðist ætla að vera dugleg að blogga!

Dagurinn í dag er búinn að vera frábær, ég er farin að hljóma eins og biluð plata, allt svo æðislegt hérna. En við félagarnir ákváðum að fara í pikknikk og hjóla bara eitthvert með hvítvínsflösku, jarðaber og teppi. Við þurftum ekki að fara langt því bara fimm mínútum héðan er sveitin og dásamlegt lítið þorp sem heitir Ouid-Zuilen. Við settumst við síkið og drukkum vínið okkar og lágum í sólbaði, hvað getur maður beðið um meira. Himneskt! Við hjóluðum svo áfram og komum í bæ sem er hérna við hliðina á Utrecht og heitir Maarsen. Þar spókuðum við okkur og fengum okkur ís, það er eins og maður sé í fríi ekki heima hjá sér. Ég náði meira að segja smá lit. Gránd tanið er komið til allrar hamingju ;)

Enn og aftur segja myndirnar allt sem segja þarf.

kisskiss

Ykkar Tósla

p.s vill einhver í famelíunni sýna ömmu bloggið!

IMG_1310

 

 

 

 

 

 

 

 

Við síkið með rauðvín og jarðaber!

IMG_1303

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Sól í góðum gír!

IMG_1294

 

 

 

 

 

 

 

 

Stefán og kusurnar í sveitinni minni.

IMG_1318

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekta í Hollandi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku stelpan okkar
Þetta er alveg yndislegt, við erum svo ánægð að sjá og heyra hvað allt hefur verið skemmtilegt hjá þér.

ENNNN... Ertu með hjálm?  Þú gerir það nú fyrir foreldra þína að vera með hjálm þegar þú ert úti á fáknum

Elskum þig óendanlega
Mamma og pabbi

Mamma og pabbi (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:45

2 identicon

Ég verð ekki með hjálm! þeir fást ekki í Hollandi!

Þórunn Vala Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:53

3 identicon

..verð að fá að bæta inn í -taktu nú sambýlinginn þinn til fyrirmyndar. Þetta er bara smart og eins og þú veist þá færð maður bara extra athygli ef eitthvað er ;);).

Lilja sambýlingur (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Vá hvað þið hafið það gott:) Ég hef það svo sem líka gott en það er sko ekkert fallegt síki hérna hjá mér:( og soldið stress að læra Schostakovich sinfóníuna.....en gaman. Ég ætla að vera sammála fyrri ræðumönnum með hjálminn ef þú ert að hjóla svona mikið. Það er bara merki um gáfuheit að vera með hjálm;)

Knús og klemm

Gróa Margrét

ps..... það má líka kommenta á mitt blogg.... taki það til sín þeir sem eiga ;) 

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 31.8.2008 kl. 17:35

5 identicon

Híhí, eins gott þú býrð svona langt í burtu svo famelían geti ekki skikkað þig til að vera með hjálm ;)

Geturðu ekki fengið lánaðan hjálm e-s staðar, tekið af þér nokkrar myndir og sent heim? Það ætti að róa þau ;)

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:21

6 identicon

vá hvað þetta hefur verið gaman hjá ykkur, ég eeeeeelska pikknikk :)  ég óska hér með eftir góðfúslegu leyfi til að skella þér á linka listann hjá mér (sem ég á nú eftir að gera hvort sem er, maður er bara svo settlegur að spurja).  er ekki annars bara stemmari?  þú hefur náttúrulega tekið víóluna með og ert að halda uppi heiðri okkar í Utrect.  :)

bestu kveðjur úr vesturbænum, tóts 

tóta víóla (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:18

7 identicon

Sæl Tósla mín

Gaman að sjá bloggdugnaðinn hjá þér, hlakka til að koma fljótlega, hugsa að ég reyni alla vega að koma í síðasta lagi næsta mánudag og jafnvel fá að reyna að kreista eina gistingu út ef ég má þar sem ég er í fríi næsta Þriðjudag alla vega ;) :D nú ef ekki þá kannski reyni ég bara að kíkja um helgina :D

Farðu varlega á hjólinu þar sem sjúkrakostnaður er víst leiðinlega hár í hérna þó maður sé tryggður hef ég heyrt ;)

Bestu kveðjur frá Nijmegen

Palli (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:02

8 identicon

Hæ krútt, pútt . Þetta er bara ljúfa lífið Svona á þetta að vera! En Amma tóta sagði að þú værir lasin. Ef svo er, láttu þér batna stelpa og drekktu nóg af kóki og borðaðu saltflögur. Það bjargaði lífi mínu einu sinni. Knús knús !!!!!!!!!!!! Brynja frænka.

Brynja frænka! (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:23

9 identicon

Sæl og blessuð Þórunn.

Bara flutt til Hollands og komin með blogg. Þetta lýst mér á. Hlakka til að lesa um ævintýri og hrakföll ;) Ég datt líka í sumar og hruflaði mig á höndum og hnjám, var á línuskautum, ekki með hjálm eða hlífar. Ákvað að fjárfesta loksins í hlífum efitir þetta en ekki enn komin með hjálminn. Tek undir orð Guðrúnar ;D

Hafðu það annars gott þarna úti og gangi þér rosalega vel. Það væri nú gaman að kíkja í heimsókn til þín en þyrfti þá að fara að drífa í því, langar í pikknikk í sólinni og tan til að taka með heim.

 Kveðja Erla

Erla J (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 02:17

10 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hmm... það er bara rok og rigning í Horsens hnuss  en ég á samt jarðarber í ísskápnum!

En dónt get mí góing um hjálmaleysi, varanlega heilaskaða, útlitslýti, blabla...   En ætti kannski að líta mér nær, ekki enn búin að koma hjálmi á hausinn á eiginmanni mínum og ekki einu sinni ljósum á hjólið hans (auðvitað ekki hægt að ætlast til að hann græji þetta sjálfur).

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 3.9.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband