Fall er farar heill!

Hvað haldið þið!!!  

Auðvitað tókst mér að detta á hjólinu í gær. Ekta ég. Við vorum búin að hafa það þvílíkt huggulegt í bænum, ég keypti mér bleikar rósir á leiðinni heim, dásamlegar.  Hugsaði alla leiðina ég yrði að senda Jönu skilaboð og segja henni hvað þetta væri fullkomið.  

Ég á hjólinu með bleiku blómin mín, gerist ekki betra!

Nema hvað ég var að fara yfir gatnamót (í beygju nota bene!) og blómin bara þustu upp úr körfunni og auðvitað ætlaði ég að bjarga þeim, hvað annað.  Þannig að ég sleppi stýrinu og flýg af, mjög tignarlega eða hitt þó heldur, henti mér á hliðina og hjólið út á miðja götu.  Greyið Sól hélt að ég væri handleggsbrotin en ég held að þetta hafi litið verr út en það var í raun og veru.   Ég hruflaðist á hnjánum og lófanum og er núna eins og litlu börnin, öll í plástrum!  

Það skemmtilega við þetta var að öll börnin í hverfinu horfðu á og þegar ég hjólaði framhjá þá kölluðu þau á eftir mér FALLEN FALLLEN.   Eins og í bíómynd.  En sem betur fer voru Sól og Stefán með mér þannig að við gátum hlegið að þessu.  Fall er fara heill eins og Amma segir!

IMG_1277

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég með plástrana!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband