Kæru hálsar!

Verið velkomnir á bloggið mitt, ég er flutt úr henni fallegu Reykjavík til hennar enn fallegu Trektarborgar í Hollandi.  Hér hyggst ég stunda söngnám og kaupa blóm af blómasalanum á horninu!Hjóla svo með þau heim á fallega hjólinu mínu með körfunni. Íbúðin okkar Lilju er dásamleg, björt og falleg með viðargólfi. Það tekur 20 mínútur að hjóla í bæinn sem er frábært því þá fær maður ókeypis líkamsrækt á hverjum degi.

Skólinn var settur í dag og lýst mér rosalega vel á kennarann minn, Charlotte Margiono,  andinn í skólanum er mjög góður og allir rosalega hjálplegir, glaðir og kátir.  Formleg kennsla byrjar svo á mánudaginn og fyrsti söngtíminn á miðvikudag, spennandi! 

 

Ætla að skella inn nokkrum myndum og þær segja allt sem segja þarf! 

kisskiss 

ykkar Þórunn

  

IMG_1245

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég með körfuna fyrir utan skólann

 

IMG_1251

 

 

 

 

 

 

  

 

Fyrir utan húsið mitt.

p.s fannst bleiku sveppirnir henta vel þar sem ég er svo bleik og í Hollandi!!!!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

geggjuð síða hehe:*) þú verður að vera dugleg að' blogga 

ég og pabbi erum ein heima mamma í vík og júlli hjá matta ég eldaði kjúkkling:)

en við heyrumst  elska þig bæjó:) þín stefanía 

stefanía (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:07

2 identicon

Jei! hlakka til að fylgjast með þér á blogginu, og enn meira til að heimsækja þig einhvern tímann. Gangi þér vel í vikunni,  Groetjes frá Íslandi :)

Hildur Guðný (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:38

3 identicon

Detta mér nú allar dauðar lýs af höfði...mikið er ég ánægð með þig!! Vertu nú dugleg að blogga og segja okkur sögur. Góða skemmtun í skólanum :) Og ekki gleyma að raula Tulpen þegar þú ert að hjóla.

Halldóra (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:16

4 identicon

Hlakka til að fylgjast með þér honey....þetta lítur allt svo vel út á myndunum :)

Hildigunnur (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Veivei gaman gaman.... kannski ég ætti að blogga líka svona í tilefni að því að þú ert byrjuð að blogga. Stórt knús úr Kampavíninu

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 30.8.2008 kl. 01:13

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Velkomin til útlanda! Ach meid ik mag je so æ hvernig skrifar maður þetta...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 30.8.2008 kl. 08:05

7 identicon

Æ hvað ég er ánægð með þig kella mín!! Gott að heyra að allt gengur vel og poj poj með fyrsta söngtímann. En vertu nú líka dugleg að kíkja inn á msn-ið svo við getum planað heimsókn ;-) þ.e.a.s. mína til þín :-)

Kossar og knús frá DK

Regína (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:53

8 identicon

Frábært:) Til hamingju með að vera flutt - hlakka til að koma í heimsókn!!! Ég er einmitt búin að vera hjóla svolítið núna hef hins vegar ekki keypt nein blóm!

Ingunn (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 10:10

9 Smámynd: Gunnhildur Daðadóttir

Hæ skvís, til hamingju með þetta allt saman. Rosalega ertu prinsessuleg á þessu hjóli með körfuna framan á og í grænum kjól, alveg geggjað!

Ég hlakka til að lesa meira um þín afrek á erlendum grundum mín kæra,  

Kveðja úr vesturbænum 

Gunnhildur Daðadóttir, 30.8.2008 kl. 13:15

10 identicon

Þetta er bara yndislegt!!!! Til lukku með þetta allt Þórunn mín ! Amma tóta verður sko ánægð að sjá  þetta ! love love       PS. Gvuð ég Ýtti óvart á einhvern takka þórunn mín og þá stækkaði bara allt, hí hí hí.

Brynja frænka (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband