Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Menningarsjokk

Takk fyrir allar yndislegar kveðjur.  Það gerir lífið auðveldara að vita af öllum vinum sínum sem eru að fylgjast með og hafa áhuga á því sem ég er að gera hérna í Utrecht. Auðvitað er þetta ekki bara dásamlegt og æðislegt.  En það er bara eðlilegt að fa smá heimþrá.  Ég fékk samt menningarsjokk í strætó í gær.  Hef ekki farið mikið i strætó hérna en ég upplifði það svo sterkt í gær að ég var ekki heima! Það var svo sem ekkert sérstakt sem gerðist, fór bara í gegnum hverfi sem ég hef ekki séð áður með mikið af háum blokkum.  Ég á það reyndar til að fá menningasjokk hvar sem ég er.  Það eru oft sagðar skemmtisögur af mér í famelíunni þegar ég hef hringt grenjandi heim úr kórferðalagi einhverstaðar í heiminum.  Til dæmis í Finnlandi þegar það var fangelsi á bak við hótelið sem við vorum á og ég sá hendi út um fangelsisgluggan. Hringdi grenjandi í Múttu, vildi bara að hún kæmi að sækja mig, strax. Svo var það sms-ið fræga sem ég sendi henni þegar ég var á Filippseyjum,  hef það skítt, vil ekki vera hérna!  og greyið mamma fékk algjört sjokk og hringdi um hæl.  En þetta er bara ég, Þórunn!  

 

IMG_1354

En ég fékk elsku Palla frænda í heimsókn í gær, það jafnast ekkert á við fjölskylduna.  Hann er í námi í Nijmegen sem er borg í klukkutíma fjarlægð frá Utrecht.   Yndislegt að fá hann í heimsókn, við bökuðum okkur pizzu að hætti famelíunnar og bjuggumst við því að fá hana yfir okkur á hverri stundu.  Skrítið að vera saman í Hollandi og þvílík forréttindi að hafa hann hérna.  Svo ætla ég að skella mér í heimsókn við tækifæri! Takk fyrir komuna elsku frændi, þú fullkomnaðir daginn minn!!!

Annars gengur bara rosalega vel, lífið leikur við mig og ég get ekkert kvartað! Ég er að komast inn í rólega hugsunarháttinn og að hrista af mér íslenska stressið. Þetta lærist hægt og rólega.  Lá bara á sunnudaginn og horfði á friends í rigningunni undir teppi við kertaljós. Svona á þetta að vera!  Nóg í bili, elska ykkur öll!

Kisskiss

Ykkar Þórunn Vala

  

 


Allt og ekkert!

Ótrúlega skrýtið að vera allt í einu farin að segja alheimsnetinu frá því hvað ég, litla Þórunn, er að gera dags daglega.  Dagarnir líða og það er nú ekkert sérstakt að frétta nema að ég fann lyktina af haustinu í fyrradag á leiðinni í skólann. Svo ringdi og ringdi í gær eins og í lokaatriðinu í Breakfast at Tiffanys, þegar þau kyssast og hún heldur á kisunni, svo rómó! Ég labbaði með regnhlífina mína um þröngar götur Utrecht og ímyndaði mér að ég væri í bíómynd.  

En aftur í veruleikann!  Ég er farin að komast inn í hjóla menninguna hérna,  það ætti samt að vera sérstakt hjólapróf eins og bílpróf.  Maður þarf sko að kunna umferðarreglurnar til þess að hjóla hérna og manni er ekki sýnd nein miskun en þetta lærist.  Það er samt ótrúlega mikil virðing borin fyrir hjólamönnum hér en það er eins og þeir beri ekki eins mikla virðingu fyrir hvor öðrum!  

Stutt yfirlit sérstaklega fyrir mömmu um hvað ég gerði í dag! En ég er búin að eiga yndislegan laugardag, svaf út, drakk morgunkaffið í rólegheitum, fór svo út að skokka og lá í baði við kertaljós heillengi (maður verður að vinna upp heitupotta leysið)  Hjólaði í búðina en þar var stríðsástand bara eins og í Bónus fyrir jólin, fannst ég vera komin heim! Ég er ekki að grínast, keypti það sem ég þurfti og eldaði svo Mexicosúpuna fyrir okkur Lilju, sit núna við kertljós og dunda mér í tölvunni. Það er nú ekki hægt að hafa það betra.   

Ætla að setja inn aðeins fleiri myndir af íbúðinni bara til gamans.  Nóg er plássið á Jan Van Zutphenlaan og allir velkomnir hvenær sem er. 

Með mikilli ást!

ykkar Þórunn 

IMG_1283

 Budd biður sérsaklega að heilsa Brynju frænku og Bossinum.  Hann er að bíða eftir að þið komið í heimsókn.

 Starfsmaður Mánaðarins! 

IMG_1285

 

 Við Stefán í fallegu   stofunni! 

IMG_1343

  

 

Baðherbergið fyrir áhugasama!

IMG_1331

  

 

Ein mynd af skólanum en aðalbyggingin er gamalt munkaklaustur og garðinum er haldið í upprunalegri mynd, þetta er     dásamlega fallegt. 


Lífið í Utrecht

Þá er ég búin að fara í fyrsta söngtímann!! Og það gekk bara mjög vel. Charlotte er yndisleg kona, mjúk, einlæg og við náum vel saman, skiljum hvor aðra. Við erum með mjög líkar raddir (segir hún) svo þá er þetta allt saman auðveldara.  Þannig að ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman.  Hún spurði mig hvað ég vildi syngja og ég nefndi Frauenliebe und Leben eftir Schumann og henni fannst það frábært og sagði að ég gæti gert það með strengjakvartett sem mér finnst mjög spennandi en þetta á nú allt eftir að koma betur í ljós.  

Annars er ég, miðbæjarrottan, búin að finna mér mjög fínt kaffihús sem selur, já ég held það bara, besta kaffi sem ég hef fengið hér í Utrecht.  Það er reyndar annað kaffihús sem ég veit um sem selur gott kaffi en eini gallinn er sá að það er í Amsterdam.  Fer þangað við hátíðleg tækifæri!  Annars skrapp ég í sunnudagsheimsókn í Jónshús og átti þar yndislega stund.  Það er svo gott að fara í heimsókn til góðra vina, takk fyrir mig elsku Nonni minn.

Svo voru vetrarvörurnar að koma í búðir og hvaða litur haldiði að sé í tísku, auðvitað fjólublár!!  Þannig að núna er ég hætt að borða mat og eyði öllum minum aurum í HogM!!!  

Allavega .... ég set inn nokkrar myndir að vanda!

Luv ya all!

IMG_1337

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Herr Budd Weiser biður að heilsa, sérstaklega þeim sem hann elskar óendanlega mikið!

IMG_1338

 

  

 

 

 

 

 

 

  

 

Herbergið mitt fallega! 


 


Sest á skólabekk.

Þá er maður sestur aftur á skólabekk.  Það var nú svolíðið skrýtin tilfnning að fara í bókabúð og kaupa sér blýant, strokleður, pennaveski og skólatösku.  Leið eins og ég væri sex ára að mæta í skóla í fyrst skipti, þvílík tilhlökkun.  

Hollendingar eru nú ekkert að stressa sig á hlutunum og margir tímar byrja ekki fyrr en í næstu eða þar næstu viku.  Það er bara mjög fínt.  Ég komst reyndar ekki í skólann í gær vegna leiðindar gubbupestar og ætla ég ekki að lýsa henni nánar hér!!!  Ég missti af píanótíma sem margir lesendur vita að er mitt uppáhaldsfag! Eða hitt þó heldur.  Svo var námsráðgjöf svo ég missti ekki af svo miklu og ætla ég að mæta í skólann í dag, smá dösuð, en ekkert sem er hægt að kvarta yfir.  

Gestirnir okkar eru farnir og er ég því komin með mitt herbergi, ég er búin að hengja upp myndirnar mínar og plakötin og er þetta núna bara alveg eins og heima! Núna fer lífið að komast í rútínu og hlakka ég mikið til að takast á við hlutina hérna.  Ég hef svosem ekki mikið meira að segja í bili enda að verða of sein í söngtíma.  Læt vita hvernig fer!

Túrilú....

Tósla 

 


Dásamlegur Dagur!

Ég sagðist ætla að vera dugleg að blogga!

Dagurinn í dag er búinn að vera frábær, ég er farin að hljóma eins og biluð plata, allt svo æðislegt hérna. En við félagarnir ákváðum að fara í pikknikk og hjóla bara eitthvert með hvítvínsflösku, jarðaber og teppi. Við þurftum ekki að fara langt því bara fimm mínútum héðan er sveitin og dásamlegt lítið þorp sem heitir Ouid-Zuilen. Við settumst við síkið og drukkum vínið okkar og lágum í sólbaði, hvað getur maður beðið um meira. Himneskt! Við hjóluðum svo áfram og komum í bæ sem er hérna við hliðina á Utrecht og heitir Maarsen. Þar spókuðum við okkur og fengum okkur ís, það er eins og maður sé í fríi ekki heima hjá sér. Ég náði meira að segja smá lit. Gránd tanið er komið til allrar hamingju ;)

Enn og aftur segja myndirnar allt sem segja þarf.

kisskiss

Ykkar Tósla

p.s vill einhver í famelíunni sýna ömmu bloggið!

IMG_1310

 

 

 

 

 

 

 

 

Við síkið með rauðvín og jarðaber!

IMG_1303

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Sól í góðum gír!

IMG_1294

 

 

 

 

 

 

 

 

Stefán og kusurnar í sveitinni minni.

IMG_1318

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekta í Hollandi!!


Fall er farar heill!

Hvað haldið þið!!!  

Auðvitað tókst mér að detta á hjólinu í gær. Ekta ég. Við vorum búin að hafa það þvílíkt huggulegt í bænum, ég keypti mér bleikar rósir á leiðinni heim, dásamlegar.  Hugsaði alla leiðina ég yrði að senda Jönu skilaboð og segja henni hvað þetta væri fullkomið.  

Ég á hjólinu með bleiku blómin mín, gerist ekki betra!

Nema hvað ég var að fara yfir gatnamót (í beygju nota bene!) og blómin bara þustu upp úr körfunni og auðvitað ætlaði ég að bjarga þeim, hvað annað.  Þannig að ég sleppi stýrinu og flýg af, mjög tignarlega eða hitt þó heldur, henti mér á hliðina og hjólið út á miðja götu.  Greyið Sól hélt að ég væri handleggsbrotin en ég held að þetta hafi litið verr út en það var í raun og veru.   Ég hruflaðist á hnjánum og lófanum og er núna eins og litlu börnin, öll í plástrum!  

Það skemmtilega við þetta var að öll börnin í hverfinu horfðu á og þegar ég hjólaði framhjá þá kölluðu þau á eftir mér FALLEN FALLLEN.   Eins og í bíómynd.  En sem betur fer voru Sól og Stefán með mér þannig að við gátum hlegið að þessu.  Fall er fara heill eins og Amma segir!

IMG_1277

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég með plástrana!!!


Kæru hálsar!

Verið velkomnir á bloggið mitt, ég er flutt úr henni fallegu Reykjavík til hennar enn fallegu Trektarborgar í Hollandi.  Hér hyggst ég stunda söngnám og kaupa blóm af blómasalanum á horninu!Hjóla svo með þau heim á fallega hjólinu mínu með körfunni. Íbúðin okkar Lilju er dásamleg, björt og falleg með viðargólfi. Það tekur 20 mínútur að hjóla í bæinn sem er frábært því þá fær maður ókeypis líkamsrækt á hverjum degi.

Skólinn var settur í dag og lýst mér rosalega vel á kennarann minn, Charlotte Margiono,  andinn í skólanum er mjög góður og allir rosalega hjálplegir, glaðir og kátir.  Formleg kennsla byrjar svo á mánudaginn og fyrsti söngtíminn á miðvikudag, spennandi! 

 

Ætla að skella inn nokkrum myndum og þær segja allt sem segja þarf! 

kisskiss 

ykkar Þórunn

  

IMG_1245

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég með körfuna fyrir utan skólann

 

IMG_1251

 

 

 

 

 

 

  

 

Fyrir utan húsið mitt.

p.s fannst bleiku sveppirnir henta vel þar sem ég er svo bleik og í Hollandi!!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband